Salurinn 25 ára

Gleðin var við völd í Kópavogi á laugardaginn þegar haldið var upp á  25 ára afmæli Salarins.

Frumflutt voru átta glæný og glæsileg tónverk fyrir barnakóra í Kópavogi en verkin voru pöntuð sérstaklega af Salnum fyrir tilefnið. Börnin fengu tækifæri til að vinna náið með tónskáldunum að lögunum og kynnast mjög fjölbreyttri, nýrri tónlist sem samin er sérstaklega fyrir þau.

„Þvílík gleði og hamingja, maður heldur varla aftur tárunum, þetta var svo fallegt“ sagði Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Mekó en hún á veg og vanda að skipulagningu þessa glæsilega viðburðar. 

Tónskáldin koma úr ólíkum áttum og eru af ólíkum kynslóðum en öll í fremstu röð; Benni Hemm Hemm, Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Lúpína, Tryggvi M. Baldvinsson, Úlfur Eldjárn og Þóra Marteinsdóttir. Tónsmíðarnar eru alls konar, bjartar og fjörugar, angurværar og dramatískar, yrkisefnin sótt í ólíka heima og sum lögin unnin í nánu samstarfi við börnin sjálf.

„Skólakórar Kársnesskóla, Hörðuvallaskóla og Smáraskóla voru hreint út sagt ótrúlegir en kórstýrur þeirra Álfheiður Björgvinsdóttir, Ása Valgerður Sigurðardóttir og Ásta Magnúsdóttir eru að vinna svo flott og faglegt starf“ sagði Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogi. „Svo spilti ekki fyrir þegar kórarnir ásamt hljómsveit sungu afmælissönginn fyrir Salinn“ bætti hún við brosandi. 

Lögin á efnisskránni voru eins ólík og þau voru mörg en hér má sjá efnisskrána.

  • Bíddu eftir mér í hundrað ár eftir Benna Hemm Hemm í samstarfi við Skólakór Kársnesskóla.
  • Glimmersturta eftir Ingibjargir (Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur) í samstarfi við Kóra Smáraskóla.
  • Eins og perla eftir Jóhann G. Jóhannsson.
  • Sveitageit & Skólaganga eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur við ljóð Ásdísar Þulu Þorláksdóttur.
  • Lygnir um lok eftir Lúpínu (Nínu Sólveigu Andersen).
  • Raddir vorsins eftir Úlf Eldjárn.
  • Tátuþula eftir Tryggva M. Baldvinsson við íslenska þulu.
  • Bjart er yfir hugarheimi eftir Þóru Marteinsdóttur við ljóð Jóa úr Stapa.

Hátíðarhljómsveit skipuðu Alexandra Kjeld á bassa, Daði Birgisson á píanó, Guðný Jónasdóttir á selló, Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur og slagverk, en hann er bæjarlistamaður Kópavogs í ár og Rögnvaldur Borgþórsson á gítar.

Kynnir var Ingibjörg Fríða Helgadóttir en hún söng einnig einsöng í lagi Lúpínu, Lygnir um lok.

Verkefnið er búið að vera í ár í undirbúningi en tónleikarnir eru styrktir af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar, Tónlistarsjóði og Barnamenningarsjóði.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_3201-1024x683.jpg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
okt
21
okt
Bókasafn Kópavogs
16
okt
Bókasafn Kópavogs
16
okt
Bókasafn Kópavogs
16:00

Hananú!

16
okt
Salurinn
16
okt
Gerðarsafn
17
okt
Bókasafn Kópavogs
17
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
19
okt
Bókasafn Kópavogs
19
okt
Salurinn
19
okt
Bókasafn Kópavogs
20
okt
Gerðarsafn
16:30

GÍA

20
okt
24
nóv
Gerðarsafn

Sjá meira