Hvernig getum við endurnýtt og breytt gömlum fötum?
Sigríður Tryggvadóttir mun í þessum fyrirlestri fræða okkur um sjálfbærni, hægtísku og endurnýtingu á fatnaði.
Hraðtíska hefur gríðarlega alvarleg áhrif á umhverfið og fylgir henni mikil sóun. Hægt er að sporna við þessari þróun með hægtísku, endurnýtingu á fötum og meðvitund um umhverfisáhrif hraðtískunnar.
Sigríður er nánast alltaf kölluð Sigga, en hún á og rekur „Saumaheim Siggu“, samfélag og námskeið í fatabreytingum þar sem hún leiðir fólk í átt að sjálfbærari fatastíl og fatanýtingu. Þar má líka finna hennar eigin sköpun, fatnað og fylgihluti sem gerðir eru úr afklippum, gömlum fatnaði og vintage efnum.