30.jan 12:15 - 12:45

Hádegisjazz FÍH

Bókasafn Kópavogs

Aðalsafn

Annað árið í röð bjóða framhaldsnemendur af söngdeild Tónlistarskóla FÍH til ljúfra hádegistónleika á Bókasafni Kópavogs. Tónleikarnir fara fram síðasta fimmtudag hvers mánaðar en þar stíga tónlistarstjörnur framtíðarinnar á stokk með spennandi blöndu af gömlu og nýju, lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

Söngvarar eru Agnes Sólmundsdóttir, Áróra Friðriksdóttir og Rósalind Sigurðardóttir og Vignir Þór Stefánsson sér um undirleik á píanó. Þemað í þetta sinn verður Íslenskur Jazz.

Nánar:

Agnes Sólmundsdóttir er 27 ára gömul söngkona frá Þingeyri í Dýrafirði. Hún hefur alla tíð verið umlukin tónlist og stundaði tónlistarnám á fiðlu og píanó sem barn.  Síðan 2022 hefur hún stundað nám í rytmískum söng við Tónlistarskóla FÍH og er nú á framhaldsstigi. Hún hefur unnið í fjölmörgum verkefnum sem bakraddasöngkona, t.a.m í þáttunum Kvöldstund með Eyþóri Inga á Stöð 2 o.fl. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölmörgum verkefnum með Gospelkór Jóns Vídalíns en þar hefur hún verið meðlimur síðan 2017.
——-
Áróra Friðriksdóttir stundar söngnám á miðstigi við Tónlistarskóla FÍH. Hún hefur alltaf haft ánægju og yndi af tónlist og hóf að syngja í barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju aðeins fjögurra ára gömul. Auk þess stundaði hún bæði klassískt og rytmískt píanónám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og lauk þaðan miðprófi í klassískum píanóleik. Áróra hóf nám í rytmískum söng árið 2022 og stefnir á að ljúka miðprófi í vor.
——-
Rósalind Sigurðardóttir stundaði í bernsku nám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, lærði þar á píanó og fiðlu. Söngurinn heillaði alltaf mest en það var ekki fyrr en í kringum fertugt að hún fór að eltast við þann gamla draum. Rósalind hefur lokið grunn- og framhaldsnámskeiði í Complete Vocal Technique og stundar nú miðnám í rytmískum söng við Tónlistarskóla  FÍH.
Rósalind er söngkona í kvennabandinu Frænkurnar og syngur í Kór Lindakirkju.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

26
ágú
28
ágú
Salurinn
27
ágú
Bókasafn Kópavogs
29
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

29
ágú
05
sep
Menning í Kópavogi
29
ágú
Gerðarsafn
29
ágú
Gerðarsafn
02
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Salurinn
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

27
ágú
Bókasafn Kópavogs
29
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

02
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
04
sep
Bókasafn Kópavogs
05
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

06
sep
Bókasafn Kópavogs
06
sep
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira