Aðalbókasafn Lääne-sýslu í Eistlandi er eitt þriggja bókasafna sem taka þátt í Nordplus-verkefninu „Bókasafnið í fjöltyngdu samfélagi“. Verkefnið, sem stendur yfir frá maí 2024 til janúar 2026, er samstarfsverkefni Eistlands, Svíþjóðar og Íslands, þar sem lögð er áhersla á inngildingu flóttafólks og innflytjenda með því að sníða þjónustu bókasafna að þörfum þeirra.
Frá því 2. nóvember sl. hefur Aðalbókasafn Lääne-sýslu hýst tungumálaklúbb sem gefur þátttakendum tækifæri til að æfa eistnesku í afslöppuðu og uppbyggilegu umhverfi. Upphaflega áttu viðburðirnir að vera mánaðarlega, en urðu fljótlega vikulegir vegna mikillar eftirspurnar.
Klúbburinn er því alla laugardaga í barnadeildinni, þar sem umræður eru ýmist frjálsar eða byggðar á fyrirfram ákveðnum málefnum. Einnig hafa verið skipulagðar vinnustofur sem gefa aukin tækifæri til lærdóms.
Tungumálaklúbburinn er mest megnis sóttur af úkraínskum fjölskyldum sem nú búa í Eistlandi. Samhliða klúbbnum fyrir fullorðna er boðið upp á dagskrá fyrir börn, sem tryggir að ungir nemendur njóta einnig gagnvirkrar og spennandi dagskrár.
Með þessum verkefnum styður bókasafnið tungumálanám, menningarmiðlun og inngildingu í samfélög og býr til rými sem býður öll velkomin.
The Central Library of Lääne County in Estonia is one of three libraries participating in the Nordplus project „Library in a Multilingual Society.“ The project, running from May 2024 to January 2026, is a collaboration between Estonia, Sweden, and Iceland, focusing on the integration of refugees and immigrants by improving library services tailored to their needs.
Since November 2, 2024, the Central Library of Lääne County has been hosting a language club in Haapsalu, providing participants with the opportunity to practice Estonian in a relaxed and supportive environment. Initially planned as a monthly event on the first Saturday, the meetings quickly became a weekly gathering due to high demand. Sessions take place in the children’s department every Saturday, where discussions cover both planned topics and free conversation. Workshops have also been organized to enhance learning.
The language club is attended primarily by families who have arrived in Estonia from Ukraine. Alongside the program for adults, a parallel children’s program is offered, ensuring that young learners also benefit from interactive and engaging activities.
Through these initiatives, the library actively supports language learning, cultural exchange, and community integration, making it a welcoming space for all.

