Hvað er? er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli.
„Ég elska uglur og þær kveikja síendurtekið einhvern neista sem drífur mig áfram í að reyna að skilja líf þeirra. Þegar maður horfir framan í uglu, þá skynjar maður strax dulúð og langar að vita meira. Laumulegir lífshættir ugla auka svo enn frekar á spennuna.“
Þetta segir Gunnar Þór um uglur, sem verða viðfangsefni Hvað er?, miðvikudaginn 9. apríl kl. 12:15-13:00.
Gunnar Þór Hallgrímsson er prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands. Í þessu erindi mun hann fjalla um uglur almennt og mun fóðra fróðleiksþyrsta áheyrendur með áhugaverðum staðreyndum um uglur. En þær hafa verið rannsóknarefni hans síðustu ár þar sem hann hefur leitast við að skilja vistfræði þeirra á Íslandi, þá helst fæðuhætti, ferðalög og dreifingu.
Öll hjartanlega velkomin.
Aðgangur er ókeypis!
Menning á miðvikudögum er styrkt af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.
//
What is? is a lecture series organized by Natural History Museum of Kópavogur. Experts from various fields are invited to shed light on different concepts and phenomena and explain them in layman’s terms.
Wednesday, April 9th, from 12:15 to 13:00 Owls are the subject of What is?. And Gunnar Þór Hallgrímsson, professor of zoology at the University of Iceland, will talk about those exiting and mysterious birds.
In recent years, two species of owls have increasingly begun to nest in Iceland, and his research focuses on understanding their ecology, migration and feeding habits. Their nature of keeping out of the spotlight makes studying them challenging.
The lecture will take place in Icelandic.
Everyone is warmly welcome. Admission is free!
Culture on Wednesdays is supported by the Cultural and Community Affairs Committee of Kópavogur Municipality.