Í tilefni af samnorrænum degi hinna villtu blóma, sem haldinn er þriðja sunnudag í júní, bjóða Náttúrufræðistofa Kópavogs, Grasagarður Reykjavíkur, Náttúruminjasafn Íslands og Flóruvinir upp á göngu um Borgarholtið í Kópavogi. Í göngunni fræðumst við um gróður svæðisins og greinum plöntur sem verða á vegi okkar.
Gangan hefst fyrir framan Náttúrufræðistofu Kópavogs kl. 11 þaðan sem haldið verður út í holtið til að skoða það sem fyrir augu ber. Þau sem eiga flórubækur eru hvött til að hafa þær meðferðis.
Viðburðurinn hentar ungum sem öldnum og er frábært tækifæri fyrir fjölskyldur til að njóta náttúrunnar á sunnudegi.
Borgarholt er merkilegt fyrir margar sakir en er það friðlýst náttúruvætti í Kópavogi vegna sjaldgæfra jarðmyndana. Gróðurfar á holtinu einkennist af dæmigerðum holta- eða mólendisgróðri með nokkrum litlum votlendisblettum. Vert er að minnast á að hér er um að ræða villtan gróður inni í miðri byggð, sem hefur orðið fyrir tiltölulega litlum áhrifum af búsetu manna og eru skráðar 124 háplöntutegundir á svæðinu, þar á meðal sjaldgæfar tegundir eins og gullkollur og blátoppa. Gróðurfar í Borgarholti hefur því hátt verndargildi sem villtur gróður í þéttbýli.
Aðgangur er ókeypis!
Öll hjartanlega velkomin!