27.nóv 2025 12:15 - 12:45

Hádegisjazz FÍH

Bókasafn Kópavogs

Aðalsafn | 2. hæð

Þann 27. nóvember klukkan 12:15 munu söngnemendur úr Tónlistarskóla FÍH, þau Guðmundur Daníel Erlendsson og Móheiður Guðmundsdóttir bjóða upp á ljúfa hádegistónleika með vetrarlegu ívafi á Bókasafni Kópavogs. Um undirleik sér Jóel Fjalarsson, píanisti. Á tónleikunum verða flutt bæði íslensk og erlend lög en þema þeirra er vetur. 

Guðmundur Daníel Erlendsson stundar nám í rytmískum söng við Tónlistarskóla FÍH og er nú kominn á sitt þriðja ár í skólanum. Ásamt því hefur hann einnig lært á píanó, klassískt og rytmískt, frá 5 ára aldri við hina ýmsu tónlistarskóla. Guðmundur er ekki einungis í námi heldur bregður hann oft á leik á tónleikum eða sýningum hér og þar, en síðastliðið sumar hélt hann fjáröflunartónleika með vinum sínum og vandamönnum og er búinn að halda ófáa tónleika með hljómsveitinni sinni Abbadís. Meðfram tónlistinni er hann útskrifaður af listabraut Verzlunarskóla Íslands og er nú á þriðja ári í Háskólanum í Reykjavík þar sem hann er að læra lögfræði.

Móheiður Guðmundsdóttir stundar nám í rytmískum söng við tónlistarskóla FÍH. Hún er fædd og uppalin á Akureyri og hefur sungið frá unga aldri. Hún lærði áður við Tónlistarskólann á Akureyri bæði að syngja og spila á gítar. 

Jóel Fjalarsson stundar nám í jazzpíanó við tónlistarskólann MÍT. Hann byrjaði ungur að spila á píanó í kirkju og hefur í mörg ár tekið virkan þátt í kirkjustarfi þar sem hann hefur m.a. spilað á samkomum, brúðkaupum, útförum og öðrum tónlistartengdum viðburðum. Hann hefur einnig tekið þátt í ýmsum öðrum verkefnum, svo sem á böllum og tónleikum. Nokkur ár dvaldi Jóel í Ástralíu þar sem hann dýpkaði skilning sinn á tónlist og þróaði áhuga á hljóðhönnun og hljóðgervlum.

 

Þriðja árið í röð bjóða framhaldsnemendur af söngdeild Tónlistarskóla FÍH til ljúfra hádegistónleika á Bókasafni Kópavogs. Tónleikarnir fara fram síðasta fimmtudag hvers mánaðar en þar stíga tónlistarstjörnur framtíðarinnar á stokk með spennandi blöndu af gömlu og nýju, lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
09
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Salurinn
14
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

02
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
09
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

14
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira