Félag kvenna í Kópavogi og Bókasafn Kópavogs taka höndum saman í viku einmanaleikans og bjóða upp á fræðslu, skemmtun og spjall þann 7. október kl. 17 – 19.
Vika einmanaleikans er vitundarvakning Kvenfélagasambands Íslands gegn einsemd og einmanaleika.
Verkefninu er ætlað að opna á umræðu um einmanaleika í samfélaginu, upplýsa almenning um orsakir og afleiðingar,
hvetja til aðgerða og efla samtakamátt í þjóðfélaginu gegn einmanaleika. (Tekið af www.vikaeinmanaleikans.is)
Við hvetjum öll til að kíkja við og sækja sér fræðslu og skemmtun í notalegu andrúmslofti.
Frítt inn og öll velkomin.
Dagskrá
17-17:15
Kynning frá Félagi kvenna í Kópavogi
17:15-18:00
Einmanaleiki ógnvið lífsgæði og heilsu – hvað er til ráða?
Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Huglind, verður með erindi um mikilvægi félagslegrar heilsu og bjargráð gegn einsemd og tengslaleysi.
18:00-18:10
Samfélagið á bókasafninu
Eyrún Ósk Jónsdóttir, verkefnastjóri á Bókasafni Kópavogs fer stuttlega yfir samfélagið á bókasafninu, hvaða viðburði og þjónustu hægt er að sækja sér gjaldfrjálst og það fallega samfélag sem þar hefur skapast.
18:10-18:20
Tónlistaratriði
Chris Foster er nskur þjóðlagasöngvari og gítarleikari sem hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 2004. Hann telst brautryðjenda á sviði enskrar þjóðlagatónlistar þar sem hann setur gömul ensk þjóðlög í nútímalegan búning með sérstæðum, frumlegum gítarleik og hrífandi söngtúlkun.
18:20-19:00
Fáum okkur kaffisopa og blöndum geði


