Á fundinum 5. mars tökum við fyrir bókina Dánar konur fyrirgefa ekki eftir Katarina Wennstam.
„Klukkan slær tólf á miðnætti á gamlárskvöldi og árið 1896 gengur í garð. Kona finnst látin þar sem hún liggur í blóði sínu í húsagarði á Södermalm í Stokkhólmi. Fljótlega kemur á daginn að konan var barnshafandi og hafði látið framkalla ólöglega fóstureyðingu – og goldið fyrir það með lífi sínu.
Í hverfinu í næsta nágrenni við húsagarðinn búa fjórar konur sem koma úr ólíkum stéttum samfélagsins. Þær sameinast í að komast að því hvað raunverulega gerðist. Konurnar leita svara – og hefnda.DÁNAR KONUR FYRIRGEFA EKKI er spennandi og örlagarík lýsing á harðneskjulegu lífi kvenna af ólíkum stigum í Stokkhólmi undir lok nítjándu aldar. Sterk og ljóslifandi frásögn af heimi þjónustustúlkna, vændiskvenna og samviskulausra karla..
Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesin er ein bók á mánuði sem er svo rædd fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins.
Allar konur velkomnar á meðan húsrúm leyfir. Hlökkum til að hitta ykkur!
Fylgist með í Facebook-hópnum Lesið á milli línanna | Bókasafn Kópavogs.
Hjartanlega velkomnar!
















