Hamraborg festival með stærsta styrkinn

Úthlutun styrkja úr Lista- og menningarsjóði Kópavogs fór fram í gær, þann 3. desember í Salnum. 

„Það er okkur í menningar- og mannlífsnefnd Kópavogs sönn ánægja að styðja við fjölbreytt og metnaðarfull verkefni sem auðga menningarlíf bæjarins. Fjöldi umsókna og fjölbreytni verkefna sýnir að hér er öflugt og skapandi samfélag að verki. Við hlökkum til að fylgjast með framvindu verkefnanna og sjá áhrif þeirra á bæjarbúa á öllum aldri.“  Sagði Elísabet Berglind Sveinsdóttir, formaður nefndarinn ar við athöfnina í gær. 

Alls hlutu 14 verkefni, einstaklingar og félagasamtök styrki að þessu sinni, samtals að fjárhæð rúmlega 12 milljónir króna. Hæsti styrkurinn kom í hlut Hamraborg Festival eða 6.5000.000 króna. En jafnframt samþykkti nefndin að gera þriggja ára samning við hátíðina til að festa hana enn betur í sessi í bæjarlífi Kópavogsbúa.

Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogs bárust 33 umsóknir að þessu sinni, sem voru afar fjölbreyttar og spennandi. Sótt var um styrki fyrir samtals 45,5 milljónir króna, en sjóðurinn hafði yfir að ráða um 50 milljónum. Nefndin lagði áherslu á að styðja við fjölbreytta menningarstarfsemi og nýsköpun í bæjarfélaginu.

Styrkþegar og styrkupphæðir:

  • Hamraborg Festival – 6.500.000 kr.
  • Vökufélagið – Félag þjóðlistar (VAKA þjóðlistahátíð 2026) – 750.000 kr.
  • Félag íslenskra píanóleikara (Alþjóðleg píanókeppni og sumarnámskeið) – 500.000 kr.
  • Menningarfélagið Milla ehf. („Queer Situations“ – alþjóðleg hinsegin bókmenntahátíð) – 500.000 kr.
  • Karlakór Kópavogs – 400.000 kr.
  • Kvennakór Kópavogs (Kvennakórinn Blika) – 400.000 kr.
  • Samkór Kópavogs – 400.000 kr.
  • Egill Árni Pálsson („Brautryðjendur 5“) – 400.000 kr.
  • Kársnesskóli (tónlistarhátíð í tilefni 50 ára afmælis Skólakórs Kársness) – 400.000 kr.
  • Leikfélag Kópavogs (þrjú leikverk, þar af tvö ný íslensk verk) – 400.000 kr.
  • Skátafélagið Kópar (fjölskylduvæn hátíð á sumardaginn fyrsta) – 400.000 kr.
  • Sögufélag Kópavogs (fræðslu- og viðburðahald) – 400.000 kr.
  • Töframáttur tónlistar sf. („Töframáttur tónlistar“ – tónleikar fyrir fólk með geðraskanir, félagslega einangrun og/eða öldrun) – 300.000 kr.
  • Magnús Pálsson („Dunandi sveifla í Kópavogi“) – 280.000 kr.

Menningarhús Kópavogs – Bókasafnið, Salurinn, Gerðarsafn og Náttúrusafn – standa fyrir um 700 viðburðum á ári og hafa notið góðs af stuðningi nefndarinnar. Gestafjöldi menningarhúsanna fór yfir 285.000 á síðasta ári og stefnir í nýtt met á þessu ári.

Nefndin leggur jafnframt áherslu á að efla samstarf menningarhúsanna, styðja við hátíðir á borð við Barnamenningarhátíð, Vetrarhátíð, Ljóðstaf Jóns úr Vör og 17. júní, auk þess að styrkja viðburði fyrir fjölbreytta hópa bæjarbúa.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
10
des
Bókasafn Kópavogs
10
des
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

10
des
Bókasafn Kópavogs
10
des
Bókasafn Kópavogs
10
des
Gerðarsafn
10
des
Gerðarsafn
12:15

Leiðsögn

11
des
Salurinn
12
des
Salurinn
12
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR