04.feb 2026 12:15 - 13:00

Leslyndi | Vilborg Davíðsdóttir

Bókasafn Kópavogs

Aðalsafn | sviðið

Vilborg Davíðsdóttir verður gestur okkar í Leslyndi miðvikudaginn 4. febrúar kl. 12:15.

Vilborg fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 3. september 1965. Hún er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði og lauk prófi frá Háskóla Íslands í hagnýtri fjölmiðlun árið 1991, BA prófi í þjóðfræði og ensku 2005 og MA í þjóðfræði árið 2011.

Vilborg er einna þekktust fyrir sögulegar skáldsögur sem gerast á tímum víkingaaldar og vekja athygli á aðstæðum íslenskra kvenna. Fyrsta skáldsaga Vilborgar, Við Urðarbrunn, kom út árið 1993 og framhald hennar, Nornadómur, árið eftir. Sagan segir frá ambáttinni Korku og hlaut verðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur og Íslandsdeildar IBBY árið 1994. Bækurnar voru síðar endurútgefnar undir titlinum Korku saga og hafa verið notaðar við kennslu í grunnskólum og framhaldsskólum um árabil.

Vilborg hefur einnig fengið viðurkenningu Rithöfundasjóðs Íslands fyrir ritstörf, Verðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur fyrir Nornadóm og Viðurkenningu Bókasafnssjóðs höfunda.

Vilborg fékk tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsögurnar Hrafninn árið 2005, Auði, sem fjallaði um Auði djúpúðgu, árið 2009 og Land næturinnar árið 2023. Hún hefur einnig fengið tilnefningu til Fjöruverðlaunanna fyrir bókina Ástin, drekinn og dauðinn árið 2015 og Undir Yggdrasil árið 2021.

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Viðburðaröðin hefur notið mikilla vinsælda og skapað sér fastan sess undanfarin misseri, þegar fólk flykkist að til að sjá hina ýmsu rithöfunda deila með okkur sínum uppáhaldsbókum.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

07
jan
Bókasafn Kópavogs
04
feb
Bókasafn Kópavogs
04
mar
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
06
maí
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
09
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Salurinn
14
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

02
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
09
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

14
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira