Safnanótt í Kópavogi

Safnanótt í Kópavogi fer fram föstudagskvöldið 6. Febrúar 2026.

Kópavogsbær tekur þátt í Safnanótt en hún fer fram víðsvegar um höfuðborgarsvæið að venju. Unnið er með þemað Eftir myrkur í viðburðum menningarhúsanna.

Það verður eitthvað fyrir alla aldurshópa, en dagskráin hefst kl. 18 og mun standa fram eftir kvöldi.

Kópavogskirkja böðuð ljóslistaverki.

Myndlistarmaðurinn Hekla Dögg Jónsdóttir á heiðurinn að verkinu sem varpað verður á Kópavogskikju þetta árið en það er ávalt mikið tilhlökkunarefni að sjá kirkjuna fagurlega upplýsta í myrkrinu.

Um verkið: Form kirkjunnar kallast á við nátturuleg form hafíss sem brotnar þegar er ísbrjótur siglir hægfara í gegn um ísbreiðunna við það umbreytast formin og eru á stöðugri hreyfingu og skarast á við form kirkjunnar.

Verkinu verður varpað upp kl. 18 og stendur fram eftr kvöldi, fyrir þau sem ekki komast að sjá dýrðina þá verður verkinu aftur varpað upp á laugardagskvöldinu 7. febrúar á sama tíma.

Menningarhúsin með pakkaða dagskrá.

Dagskráin í menningarhúsunum fer af stað með fjölskylduvænum viðburðum og ættu allir fjölskyldumeðlimir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Skynjunarsögustund fyrir þau allra yngstu, danspartý undir blacklight, popp, plötusnúðar þeyta skífum, skúlptúrsmiðja, leiðsagnir um bæði í Náttúrusafninu og í Gerðarsafni, vísindaföndur svo fátt eitt sé nefnt.

Þegar líða tekur á kvöldið mun hin ofuhressa sveit Inspector Spacetime trylla líðinn í Salnum, sýningarstjórar Harðar, nýopnuð sýning Gerðarsafns á verkum eftir Hörð Ágústsson, munu leiða gesti í gegnum sýninguna og eftir það tekur við tónlistarupplifun frá fyrrum bæjarlistamanninum Kristófer Rodriguez og Daníel Helgasyni í sýningarrýminu. Kynlíf fiska verður til umræðu í Náttúrusafninu og við köfum í myrkrið með þekktum rithöfundum sem segja frá þeim bókum sem hafa skelft þau.

Það er frítt inn á alla viðburði og öll velkomin, Krónikan verður opin og hægt er að kaupa veitingar á góðu verði frameftir kvöldi.

Við vonumst til þess að sjá sem flesta í blíðviðrinu í Kópavoginum eftir myrkur.

Smelltu hér til þess að sjá einstaka viðburði.

Hér má sjá dagskrána í heild sinni:

Bókasafn Kópavogs
Kl. 18:00-18:30Skynjunarsögustund fyrir yngstu börnin
Kl. 19:00-20:00Orðið laust / Open hljóðnemi fyrir ljóðskáld
Kl. 18:00-20:00Lýstu í myrkri! / blacklight partý fyrir krakka / poppstöð
Kl. 21:00-23:0090s blacklight partý fyrir unglinga / poppstöð / Sunna Ben DJ frá 22-23
Kl. 22:00-23:00Leslyndi eftir myrkur / Auður Jónsdóttir, Alexander Dan Vilhjálmsson ofl.
Kl. 18:00-22:00Stimpilstöð
Náttúrusafn Kópavogs
Kl. 18:00-18:30Krakka-leiðsögn um Náttúrusafnið – Skoðum skeljarnar
Kl. 18:00-20:00Vísindaföndur með Jóu
Kl. 19:00-19:30Krakka-leiðsögn um Náttúrusafnið – Kynnumst kröftum náttúrunnar
Kl. 20:00-20:30Kynlíf fiska -fræðilegur skemmtifyrirlestur
Kl. 18:00-23:00Stimpilstöð
Gerðarsafn
Kl. 18:00-20:00Fjölskyldusmiðja með Erni Alexander – Skúlptúrar Gerðar Helgadóttur
Kl. 18:30-19:00Krakkaleiðsögn um sýninguna Hörð – Agnes Ársælsdóttir
KL. 20:00-21:00Leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna Hörður
Kl. 21:00-21:45Hljóðvefnaður við Hörð /  Kristó og Daníel
Kl. 18:00-23:00Stimpilstöð
Salurinn (forsalur)
Kl. 18:30-19:00Fjölskyldu-söngleikjastælar með Bjarna Snæbjörns og Kalla Olgeirs
Kl. 19:00-21:00DJ Egill Spegill
Kl. 21:00-21:45Inspector Spacetime
Kl. 18:00-22:00Stimpilstöð
Kópavogskirkja
Kl. 18:00-00:00Umbrot 2026 – Ljóslistaverk Heklu Daggar Jónsdóttur á Kópavogskirkju

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

29
jan
Bókasafn Kópavogs
29
jan
Bókasafn Kópavogs
30
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

31
jan
Salurinn
31
jan
Bókasafn Kópavogs
31
jan
Bókasafn Kópavogs
01
feb
Salurinn
13:30

Dáland

02
feb
Bókasafn Kópavogs
04
feb
Bókasafn Kópavogs
04
feb
Bókasafn Kópavogs
04
feb
03
maí
Gerðarsafn
04
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR