06.feb 2026 20:00 - 20:30

Kynlíf fiska | Safnanótt

Náttúrusafn Kópavogs

Náttúrusafn Kópavogs

Á Safnanótt í Kópavogi getur þú fræðst um leyndardómana í æxlun fiska!

Æxlun fiska er margfalt flóknari og skemmtilegri en margir gera sér grein fyrir. Þar mætast náttúruvísindi, hegðun og ótrúleg aðlögun í umhverfi þar sem allt snýst um að lifa af og fjölga sér. Á Safnanótt í Kópavogi flytur Lísa Anne Libungan, sjávarlíffræðingur og formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags, lifandi og fræðandi fyrirlestur um æxlun fiska í sjó og ferskvatni.

Í fyrirlestrinum verður meðal annars fjallað um:
– Mökunaratferli þar sem samkeppni og samskipti spila lykilhlutverk
– Æxlunarfjölbreytni sem er ólík öllu sem margir þekkja
– Af hverju það borgar það sig fyrir suma laxa að vera perrar?

Fyrirlesturinn verður á léttum nótum, án þess þó að fórna fræðilegum gæðum. Hann er ætlaður fullorðnum áhorfendum og hentar öllum sem hafa áhuga á náttúru, líffræði og lífinu undir yfirborði hafs og vatns. Komdu og fáðu nýja sýn á fiskalíf. Þetta verður fróðlegt og pínu kryddað!

Erindið verður flutt á sviðinu á 2. hæð.

Aðgangur er ókeypis.
Öll velkomin.

Deildu þessum viðburði

06
feb
06
feb
Salurinn
06
feb
Bókasafn Kópavogs
06
feb
Salurinn
06
feb
Gerðarsafn
06
feb
Gerðarsafn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

31
jan
Salurinn
31
jan
Bókasafn Kópavogs
31
jan
Bókasafn Kópavogs
01
feb
Salurinn
13:30

Dáland

02
feb
Bókasafn Kópavogs
04
feb
Bókasafn Kópavogs
04
feb
Bókasafn Kópavogs
04
feb
Náttúrusafn Kópavogs

Sjá meira

Náttúrusafn Kópavogs

04
feb
Náttúrusafn Kópavogs
06
feb
Náttúrusafn Kópavogs
06
feb
Náttúrusafn Kópavogs
04
mar
Náttúrusafn Kópavogs
07
maí
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira