11.sep 15:00

Opnun | Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum

Gerðarsafn

Verið velkomin á sýningaropnun laugardaginn 11.09.

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar laugardaginn 11. september kl. 15:00.
Eliza Reid forsetafrú opnar sýninguna.

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson fagna nú 20 ára samstarfi með yfirlitssýningu í Gerðarsafni.
Þau staðsetja list sína sem rannsóknar- og samfélagslist og nota gjarnan samspil manna og dýra í verkefnum sínum til að skoða málefni er varða sögu, menningu og umhverfið. Með listrannsóknum sínum kveikja þau hugleiðingar og samtal um hvernig heimurinn er að breytast og hlutverk okkar mannfólksins í þeim breytingum. Listamennirnir nálgast listsköpun sína með vistfræðilegri og heildrænni sýn. Verk þeirra eru þverfagleg í eðli sínu og taka gjarnan form innsetninga með skúlptúrum, fundnum hlutum, vídeóverkum, hljóði, teikningum, ljósmyndum og textum. Þetta er í fyrsta sinn verk þeirra eru sýnd á yfirlitssýningu af þessari stærðargráðu.

Sýningarstjóri er Becky Forsythe.

Sýningin er samstarfsverkefni við Listasafnið á Akureyri. Viðburðadagskrá verður haldin í báðum söfnum á meðan á sýningunni stendur.

snaebjornsdottirwilson.com/

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

11
maí
Salurinn
15:00

Fjölskyldutónleikar með Dúó Stemmu

11
maí
Menning í Kópavogi
13:00

Opnunarhátíð í miðstöð menningar og vísinda

11
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Söguhetjurnar

12
maí
Salurinn
13:30

Kvintettinn Kalais

12
maí
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn um Tölur, staði með Jóni Proppé

12
maí
Bókasafn Kópavogs
12:00

Sögustund með rithöfundi 

27
maí
01
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Plöntuskiptimarkaður

03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Gerðarsafn

16
maí
Gerðarsafn
09
jún
Gerðarsafn
Heiðar Kári

Sjá meira