30.ágú 10:00 - 17:00

Fjörutíu skynfæri

Gerðarsafn

Opnunardagur útskriftarsýningar nemenda í hönnun og arkitektúr LHÍ

Fjörutíu skynfæri, útskriftarsýning nemenda í hönnun og arkitektúr við Listaháskóla Íslands, er opin í Gerðarsafni frá sunnudeginum 30. ágúst 2020. 

Á sýningunni má sjá verk eftir nemendur sem útskrifuðust úr hönnun og arkitektúr frá Listaháskóla Íslands í júní 2020. Verkin eru lokapunkturinn á þriggja ára lærdómsferli nemenda og miðla persónulegri sýn þeirra á viðfangsefni sem snerta bæði samfélagslegan veruleika, tilfinningalíf, umhverfi og vissu og óvissu um framtíðina. Verkefnin bera hvert á sinn hátt vott um skapandi og frjóa nálgun í hönnun og arkitektúr. Öll byggja þau á samstarfi og samvinnu, þekkingarleit, tilfinningum og klókindum þar sem við sögu koma í það minnsta fjörutíu skynfæri og skynjanir, s.s. hungur, þorsti, jafnvægi, kláði, kvíði, snerting, hjartsláttur, skjálfti, hreyfing, hljóð og hiti. Sýningastjórar eru Anna María Bogadóttir, Atli Bollason, Linda Björg Árnadóttir og Ólöf Rut Stefánsdótttir.

Aðgangur að Gerðarsafni er ókeypis á meðan á sýningunni stendur.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira

Gerðarsafn

11
jan
Gerðarsafn
12
jan
Gerðarsafn
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira