Áhrifavaldar æskunnar

Í síðustu viku opnaði á Bókasafni Kópavogs sýningin Áhrifavaldar æskunnar, barnabækur fyrr og nú. Sýningin er hluti af þemavikum bókasafnsins um barnabókmenntir en Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, vöruhönnuður, kafaði djúpt í geymslur bókasafnsins og sótti þangað brot af þeim bókum sem íslenskir lesendur hafa bundist tilfinningatengslum. Á sýningunni stillir Guðfinna Mjöll bókunum fram, hún sýnir ljósmyndir af ungum lesendum og hefur jafnframt tekið saman lestrarminningar fólks á öllum aldri.
Tilefni sýningarinnar er fullveldisafmælið. Bókasafnið ákvað að líta í baksýnisspegilinn í gegnum linsu barnabókanna. Æði margt í íslensku samfélagi hefur tekið breytingum síðustu hundrað ár. Ekki einungis hefur tæknin gjörbylt hversdeginum heldur hafa hugmyndir okkar um það hvað það er að vera barn kollvarpast. Menntun barna, atvinnuþáttaka þeirra og samskipti við fullorðna, allt hefur þetta tekið stakkaskiptum.
Barnabækur hafa lengi verið hornsteinn starfseminnar á Bókasafni Kópavogs. Fjöldi skóla- og leikskólahópa kemur á safnið og fjörmikil dagskrá fyrir börn og foreldra þeirra er í boði á safninu árið um kring. Einnig er lögð áhersla á að kaupa mikið af barna- og unglingabókmenntum á safnið. Það hefur raunar þótt mikilvægt allt frá upphafi starfseminnar að hlúa vel að yngstu lesendunum.
Í fyrstu samþykkt bókasafnsnefndarinnar í Kópavogi stendur um val á efni á safnið:
Það ber þó um fram allt að hafa í huga, að sem mest sé til af fróðlegum og skemmtilegum barna og unglingabókum og sérstök rækt lögð við að leiðbeina börnum og ungu fólki við val efnisins.
Rannsókn Guðfinnu Mjallar er áhugaverð því hún staðfestir að þó að ýmislegt hafi breyst á undanförnum árum situr eftir einhver kjarni. Barnungir lesendur árið 1918 eiga, þrátt fyrir allt, eitthvað sameiginlegt þeim börnum sem taka sér bók í hönd árið 2018. Í bókunum koma fyrir sígild viðfangsefni – vinátta, söknuður, fjölskyldutengsl, ævintýri, óhlýðni og djörfung. ​Það er þess vegna sérstök ánægja að ganga um sýninguna með félaga sem er annað hvort yngri eða eldri en maður sjálfur; skoða bækurnar, fletta þeim og rifja upp sögurnar sem höfðu djúpstæð áhrif á barnæskuna.
 
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

30
apr
02
maí
Menning í Kópavogi

Logar í skýjum

01
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

02
maí
Bókasafn Kópavogs
15:00

Lesið á milli línanna

04
maí
Bókasafn Kópavogs
11:30

Lesið fyrir hunda

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

04
maí
Menning í Kópavogi
13:00

Dr. Bæk í Kópavogi

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR