Ánægja með breytingar á bókasafni

Bókasafn Kópavogs lagði í síðusta mánuði þjónustukönnun fyrir lánþega sína.
Könnunin þjónaði því hlutverki að teikna upp heildarmynd af afstöðu lánþeganna til safnsins og hvernig þeim finnst að bókasafnið eigi að vera, en hlutverk Bókasafns Kópavogs er að sjá bæjarbúum fyrir bókasafninu sem þeir vilja að sé í bænum. Þannig þarf að komast að því bæði hvernig gestir vilja nota safnið og hvað þeim finnst að vanti.
Að þessu sinni var að auki spurt um viðhorf gesta til breytinga á aðalsafni sem voru gerðar í vor. Safnið lokaði þá í hálfan mánuð í haust þegar uppröðun var umbylt, deildir voru færðar á milli hæða, rýmum fyrir lánþega var fjölgað og vinnuaðstöðu starfsfólks var breytt. Skemmst er frá því að segja að niðurstöðurnar voru fjarskalega jákvæðar, en um 80% svarenda sögðust ýmist kunna vel eða mjög vel að meta breytingarnar. Innan við 3% þátttakenda lýstu óánægju með breytingarnar.

Þessar niðurstöður vekja mikla kátínu á safninu, því þó starfsfólk hafi heyrt það af samtölum við gesti að ánægjan væri almennt mikil var gott að fá það staðfest að framkvæmdin hafi verið heillaskref. Hið nýja útlit safnsins var ákveðið í samræmi við nýjustu kenningar við hönnun bókasafna, innan þröngs fjárhagsramma, og treystu mikið á hugvit starfsfólks. Þannig fengu gömul húsgögn ný hlutverk – og stundum nýtt útlit – á nýjum stöðum víðsvegar um húsið.
Sérstaka athygli vekur að útibúið Lindasafn hlaut mjög góða umsögn í könnuninni. Þó að ekki hafi verið spurt sérstaklega um afstöðu til Lindasafns nýttu margir samt tækifærið til þess að skrifa fallegar athugasemdir um safnið. Lindasafn minna en aðalsafn og þjónustan þar er því öðruvísi og sumpart persónulegri. Það er gott að finna þessa hlýju í garð útibúsins.
Margir þátttakendur nefndu einnig að þeir hefðu áhuga á því að fá fleiri útibú frá Bókasafni Kópavogs í bæinn, enda var bersýnilegt á svörunum að bæjarbúar sækja söfnin misstíft eftir búsetu, því þeir eiga mjög mislangt að fara.
Við erum lánsöm að eiga í svo góðu sambandi við gesti safnsins að 150 þeirra voru tilbúnir til þess að svara könnuninni – svörin verða okkur dýrmætt veganesti í stefnumótunarvinnu framtíðarinnar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

18
jan
Bókasafn Kópavogs
18
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
18
jan
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

20
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira