Breytt og bætt

Fyrir ári síðan var ráðist í umfangsmiklar breytingar á Bókasafni Kópavogs, þar sem barnadeild safnsins fluttist m.a. af efstu hæð hússins og niður á jarðhæð.
Breytingarnar mæltust vel fyrir og það kemur því  svolítið á óvart að sjá nú sveitta starfsmenn safnsins þjóta til og frá á jarðhæðinni við breytingar að nýju.
Í hringiðunni miðri stendur Gréta Björg Ólafsdóttir, deildarstjóri barnastarfs á aðalsafni, með vöndul af litríkri plastfilmu í annarri hendi og með hinni veifar hún ótt og títt til að útskýra nýja útlitið fyrir samstarfsfólkinu.
„Það kom mjög vel út að færa deildina hingað niður í fyrra,“ segir Gréta þegar hún tekur sér hlé frá framkvæmdum, „en við sáum það fljótlega að það var ákveðið ójafnvægi í deildinni. Smákrakkarnir tóku mjög mikið pláss á kostnað eldri lesanda. Við viljum auðvitað gera vel við yngstu lesendurna, en það er jafnframt mikilvægt að krakkar á aldrinum 8-12 ára finni að þeir séu velkomnir hérna og að þeim líði vel á safninu. Þessi aldur er svo mikilvægur varðandi yndislesturinn, það eru alltof margir sem hætta að lesa ellefu, tólf ára. Þegar okkur áskotnuðust svo nokkrir aukafermetrar hérna á hæðinni ákváðum við að hólfa deildina svolítið niður og gera hana meira kósí. Fyrir alla aldurshópa.“
Eins og Gréta segir fylgja breytingunum í barnadeildinni svolítið meira tilfæringar, því safnkostur sem var þar á jarðhæðinni, handavinna, innanhússhönnun og matreiðsla, flytjast upp á aðra hæð safnsins.
„Við erum aldrei komin með neitt endanlegt svar við því hvernig bókasafnið á að vera,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs og brosir þegar hún er spurð um framkvæmdirnar. „Safnið er sveigjanlegt og þróast í takt við þarfir gestanna okkar.“ Gestirnir virðast líka kátir, þar sem þeir máta sig við nýja barnadeild, foreldrar setjast niður með úrval íslenskra tímarita og hafa annað augað á ungviðinu sem finnur nýtt andans ævintýri í hverri hillu.
 
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

30
apr
02
maí
Menning í Kópavogi

Logar í skýjum

01
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

02
maí
Bókasafn Kópavogs
15:00

Lesið á milli línanna

04
maí
Bókasafn Kópavogs
11:30

Lesið fyrir hunda

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

04
maí
Menning í Kópavogi
13:00

Dr. Bæk í Kópavogi

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR