Menningarvetrinum fagnað í Kópavogi

Haustinu verður heilsað með litskrúðugri karnivalstemningu í Menningarhúsunum í Kópavogi laugardaginn 3. september og mun Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri setja hátíðina.

Haustinu verður heilsað með litskrúðugri karnivalstemningu í Menningarhúsunum í Kópavogi laugardaginn 3. september og mun Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri setja hátíðina. Við sama tilefni verður glænýr menningarvefur opnaður og útgáfu efnismikils og vandaðs menningartímarits fagnað.

Haustkarnivalið er hugsað sem upptaktur að haustdagskrá og menningarvetri enda munu listamenn úr ólíkum áttum stíga á stokk sem bjóða upp á skemmtun og skapandi starf fyrir alla fjölskylduna.

Framundan í haust er glæsileg og fjölbreytt viðburðadagskrá sem menningarhúsin fimm í Kópavogi standa að baki en þau eru Gerðarsafn, Salurinn, Héraðsskjalasafn Kópavogs, Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa Kópavogs.

Vegna návígis menningarstofnananna hefur í gegnum árin skapast hefð fyrir frjóu og áhugaverðu samstarfi þvert á ólíkar listgreinar, fræði og vísindi í sýningahaldi, viðburðum og fræðsluverkefnum.

Á laugardaginn verður einnig gefið út nýtt menningartímarit helgað menningarmálum í Kópavogi en þetta er í þriðja árið í röð þar sem ráðist er í útgáfu menningartímarits hjá bænum. Tímaritið er hvort tveggja hugsað sem kynningarvettvangur en ekki síður gefst þarna færi á að kafa aðeins ofan í það sem verið er að gera í menningarmálum í bænum. Þarna má til dæmis finna mjög skemmtileg og efnismikil viðtöl við listamenn sem tengjast menningarstarfi í Kópavogsbæ með einum eða öðrum hætti.

Menningarmál í Kópavogi eru nú kynnt undir nýju merki sem er MEKÓ en undir þann hatt fara menningarviðburðir víða í Kópavogi, ekki einungis í hinum þróttmiklu menningarstofnunum.

Einnig verður ný heimasíða MEKÓ kynnt til sögunnar en þar verður vettvangur fyrir fjölbreytta menningarviðburði og sýningar í Kópavogi. Á nýju síðunni verður hægt að nálgast upplýsingar um allt það blómlega starf sem á sér stað víða um Kópavog. Nýlegt dæmi er Hamraborg Festival sem teymið að baki Midpunkt listarýminu stóð að en lista- og menningarráð Kópavogsbæjar studdi myndarlega við hátíðina. Hamraborg Festival er dæmi um sjálfsprottið framtak grasrótarinnar og tilraunamennskunnar sem er svo mikilvægt að hlúa að og næra.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira