Alexander Aron Jörgensson

APPELSÍNUR

Ég lærði aldrei að afhýða appelsínurnar mínar
mér var aldrei kennt það
þú gerðir það fyrir mig
Ég var vanur að horfa á þig frá eldhúsborðinu þegar þú afhýddir þær

skarst þær í sneiðar
og deildir þeim með öðrum
ég var aldrei hrifinn af eplum, né ferskjum, ekki einu sinni perum
bara appelsínum
þú varst sem appelsína lífs míns
þú afhýddir þykka húð þína
sýndi mér innra með þér
ljúfleika þinn og ást til mín
liturinn þinn var hlýr og aðlaðandi
ég afhýði mínar eigin appelsínur í dag

Alexander Aron Jörgensson Lindaskóla, 10. bekk