GEÓMETRÍA

Geómetría er sýning á verkum íslenskra listamanna sem voru í forystu geómetrískrar abstraktlistar á 6. áratugnum. Var þetta í fyrsta sinn í íslenskri listasögu sem hópur íslenskra listamanna var samstíga því sem var að gerast á alþjóðavettvangi. Innan íslensku geómetríunnar voru listakonur áberandi hluti af kjarnanum, má þar nefna Gerði Helgadóttur, Nínu Tryggvadóttur og Guðmundu Andrésdóttur. Sýningin Geómetría í Gerðarsafni stendur yfir frá 8. október til 30. desember 2022.

GEÓMETRÍA

EVENTS