23.ágú ~ 30.ágú

Alter Eygló

Menning í Kópavogi

Euro Market, Hamraborg 9

Alter Eygló er hliðarsjálf (e. alter ego) klassíska tónskáldsins Eyglóar Höskuldsdóttur Viborg. Alter Eygló semur tónlist sem sérstaklega er ætluð til flutnings í karaókí. Lögin eru hugsuð sem karaókí útgáfur af lögum sem aldrei voru til. Gestum innsetningarinnar gefst kostur á að syngja án þess að finna til skammar, þar sem hver flutningur er eins réttur og hann er rangur.

Eygló Höskuldsdóttir Viborg (1989 – ) er klassískt tónskáld frá Reykjavík en hefur verið að ryðja sér til rúms innan sviðslista undanfarin ár. Leið hennar inn á sviðslistasenuna var í gegnum tónlist fyrir leikverk og þróaðist þannig að nú stígur sjálf á svið, skrifar handrit og skapar verk sjálfstætt og í samstarfi við aðra. Efniviðinn nálgast hún fyrst og fremst frá sjónarhóli tónlistar en verk hennar eiga snertiflöt við sviðslistir og myndlist.

Tónlist Eyglóar hefur oftar en ekki einhverja skírskotun til sviðslista og verk hennar kalla á leikræna tilburði af hendi hljóðfæraleikaranna. Einnig hefur hún skrifað tónverk fyrir fundin hljóðfæri þar sem flutningur verkanna verður óhjákvæmilega að gjörningi. Þar má helst nefna tússpennakvartett (Penphonie in #E) og tónverkið Silent! þar sem tveir einstaklingar lesa upphátt upp úr bók og sussa hvor á annan. Túlkun síðara verksins ræðst því einungis út frá því hvað sé verið að lesa. Samruni tónlistar, sviðlista og myndlistar gerir Eygló kleift að fjalla um flóknari togstreitu mannlegs lífs, sem tónlistin ein og sér nær ekki utan um.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
apr
Salurinn
03
apr
Bókasafn Kópavogs
03
apr
Gerðarsafn
04
apr
Salurinn
20:30

Belonging?

04
apr
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
apr
Bókasafn Kópavogs
05
apr
Gerðarsafn
07
apr
Bókasafn Kópavogs
07
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira