Bækurnar á náttborðinu verður með breyttu sniði í vetur, því við ætlum nú að velja eina bók fyrir hvern klúbb og ræða hana.
Á fundinum 18. mars tökum við fyrir bókina Friðsemd eftir Brynju Hjálmsdóttur.
Friðsemd hefur alla tíð verið með nefið ofan í erótískum spennusögum, sem Fatima, besta vinkona hennar, framleiðir á færibandi. Hennar eigið hversdagslíf er allt annað en spennandi. Þegar besta vinkonan deyr af grunsamlegum slysförum heldur Friðsemd í háskaför og áður en hún veit af er líf hennar orðið ískyggilega reyfarakennt.„Til að leysa glæpamál með sómasamlegum hætti þarf maður helst að vera einn að verki og umfram allt að treysta innsæinu.“
Friðsemd hefur alla tíð verið með nefið ofan í erótískum spennusögum, sem Fatima, besta vinkona hennar, framleiðir á færibandi. Hennar eigið hversdagslíf er allt annað en spennandi. Þegar besta vinkonan deyr af grunsamlegum slysförum heldur Friðsemd í háskaför og áður en hún veit af er líf hennar orðið ískyggilega reyfarakennt.
Friðsemd er bráðskemmtileg og óhefðbundin spennusaga um missi, von og vináttu í brothættum heimi.
Bækurnar á náttborðinu er lesklúbbur á Lindasafni sem hentar öllum þeim sem vilja hittast og spjalla um bækurnar sem eru á náttoborðinu. Við lesum eina bók fyrir hvern fund og svo gefst tækifæri til að ræða þær bækur sem eru okkur efst í huga.
Öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Heitt á könnunni. Hlökkum til að sjá ykkur.


















