17.nóv 20:00

Bókaspjall

Bókasafn Kópavogs

Aðalsafn

Árlegt bókaspjall Bókasafns Kópavogs fer fram á aðalsafni undir stjórn Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur.

Rithöfundarnir Dagur Hjartarson, Elísabet Jökulsdóttir og Snæbjörn Arngrímsson lesa úr nýjustu verkum sínum og taka þátt í líflegum umræðum.

Elísabet Jökulsdóttir hefur sent frá sér bókina Saknaðarilmur. Elísabet hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2020 fyrir bókina Aprílsólarkuldi sem einnig var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna árið 2021. Nýjasta bók Elísabetar fær frábæra dóma og lætur engan ósnortinn.

Dagur Hjartarson gaf frá sér bókina Ljósagangur í byrjun október og er hún þriðja skáldsaga höfundar. Ljósagangur er í senn ljóðræn spennusaga, ástarsaga og vísindaskáldsaga. Fyrsta skáldsaga Dags, Síðasta ástarjátningin, var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins árið 2017. Dagur hefur einnig unnið til verðlauna fyrir ljóðabækur sínar og hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2016.

Snæbjörn Arngrímsson gefur nú út sína fyrstu skáldsögu fyrir fullorðna, Eitt satt orð, sem hefur vakið mikla athygli nýverið. Snæbjörn hefur starfað sem bókaútgefandi, þýðandi og barnabókahöfundur síðastliðin misseri og hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2019 fyrir bókina Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins.

Léttar veitingar, kertaljós og huggulegheit.

Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Deildu þessum viðburði

30
nóv
Salurinn
12
des
Salurinn
17
des
Salurinn
18
des
Salurinn
20:30

Jól & Næs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Salurinn
04
sep
Salurinn
04
sep
Bókasafn Kópavogs
04
sep
Gerðarsafn
05
sep
Salurinn
20:30

Belonging?

11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

02
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
04
sep
Bókasafn Kópavogs
05
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

06
sep
Bókasafn Kópavogs
06
sep
Bókasafn Kópavogs
09
sep
Bókasafn Kópavogs
10
sep
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira