26.okt 12:15 - 12:45

Hádegisdjass með söngdeild FÍH

Bókasafn Kópavogs

Aðalsafn
Notaleg djassstund með tónlistarfólki framtíðarinnar.

Ljúfir hádegistónleikar með framhaldsnemendum af söngdeild Tónlistarskóla FÍH, síðasta fimmtudag hvers mánaðar. Lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli, sveifla og sving, stuð og stemning.

Á þessum tónleikum flytja þær Gunnur Arndís, Ragnheiður Silja og Rán Ragnarsdóttir fjölbreytt úrval laga sem öll fjölskyldan getur skemmt sér yfir.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir.

Aðgangur ókeypis.

Gunnur Arndís Halldórsdóttir er upprennandi tónlistarkona frá Hólmavík. Hún lærði á gítar um árabil, kláraði grunnámskeið í Complete Vocal Technique og stundar nú nám á framhaldsstigi í rytmískum söng við Tónlistarskóla FÍH.

Gunnur hefur tekið þátt í fjölbreyttum viðburðum og er meðlimur í þremur hljómsveitum þessa stundina og tveimur dúettum. Hún stefnir á að klára framhaldspróf í söng vorið 2024.

Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir byrjaði að syngja í barnakór Bústaðakirkju 5 ára gömul og lærði einnig á fiðlu. Hún söng í Kór Menntaskólans í Hamrahlíð og syngur nú með Gospelkór Jóns Vídalíns.

Hún er útskrifaður sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands og hefur síðustu ár lagt stund á söngnám við Tónlistarskóla FÍH og hóf nám á framhaldsstigi í haust. Hún stefnir á að ljúka framhaldsprófi vorið 2025.

Rán Ragnarsdóttir stundaði í bernsku píanónám ásamt því að syngja í barnakórum Langholtskirkju. Þá hefur hún tekið þátt í söngleikjauppsetningum Borgarleikhússins á Galdrakarlinum í Oz og stórsýningunni Mary Poppins ásamt því að leika Höllu Hrekkjusvín í uppsetningu Þjóðleikhússins á Ævintýri í Latabæ.

Hún tók þátt í bæði leikritum og söngleikjum Verslunarskóla Íslands og lék í kvikmyndinni Hjartasteinn (2016). Rán hóf rytmískt söngnám við tónlistarskóla FÍH árið 2020 og stefnir á að ljúka framhaldsprófi vorið 2024.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

24
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
25
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

27
nóv
Bókasafn Kópavogs
27
nóv
Bókasafn Kópavogs
27
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
28
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
Salurinn
20:00

Jólajazz!

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

25
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

27
nóv
Bókasafn Kópavogs
27
nóv
Bókasafn Kópavogs
28
nóv
Bókasafn Kópavogs
10:00

Stjúptengsl

28
nóv
Bókasafn Kópavogs
28
nóv
Bókasafn Kópavogs
28
nóv
Bókasafn Kópavogs
02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
11
des
23
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira