Notaleg jóladagskrá verður í fjölnotasal aðalsafns. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Jólakósí hefst með jólajógastund kl. 11. Þau sem eiga jógadýnur mega endilega hafa þær meðferðis.
Jólakósí á bókasafninu
Kl. 11:00 Jólajógastund
Kl. 12:00 Jólasöngstund með Margréti Eir
Kl. 13:00 Jólasögustund: Þegar Trölli stal jólunum
Kl. 14:00 Jólabíó: Mikki um jólin (e. Mickey’s Once Upon a Christmas)