25.ágú 17:00

Kraftverk

Menning í Kópavogi

Undirgöng nærri bókasafninu

Kraftverk er spunadanshópur sem samanstendur af listamönnunum Önnu Kolfinnu Kuran, Elínu Signýju Weywadt Ragnarsdóttur, Elísabetu Birtu Sveinsdóttur, Gígju Jónsdóttur og Guðrúnu Selmu Sigurjónsdóttur sem útskrifuðust allar af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. Hópurinn hefur unnið að spunadanssýningum síðan 2015 og flytur nýtt staðbundið verk á Hamraborg Festival 2023. Verkið verður flutt í undirgöngum þar sem dansararnir fimm takast á við þær áskoranir og möguleika sem rýmið býður upp á. Sú óvissa og berskjöldun sem felst í spunaaðferðinni er lykillinn að hugmyndafræði Kraftverkshópsins. Töfrarnir felast í því ófyrirsjáanlega og í þeim aðstæðum skapast rými fyrir einlægni, húmor, átök og samstöðu. Dansararnir klæðast einkennisbúningum sínum, kraftgöllum, sem þeir afklæðast í verkinu og afhjúpa um leið mismunandi undirlög sem skapa nýja gagnvirkni og spennu í framvindu verksins. Með verkinu leitast hópurinn eftir að skapa tengipunkt milli sín, áhorfenda og rýmisins.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
maí
08
jún
Salurinn
09
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Rauðhetta

11
maí
Salurinn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
24
maí
Salurinn

Sjá meira

Menning í Kópavogi

11
maí
Salurinn
11
maí
Menning í Kópavogi

Sjá meira