Feðgarnir Höskuldur og Gunnlaugur ætla að leiða gesti í gegnum laufabrauðsskurð og steikja afraksturinn í Safnaðarheimili Kópavogskirkju.
Eins og hjá mörgum íslenskum fjölskyldum hefur það lengi verið órjúfanleg hefð hjá fjölskyldum að koma saman á aðventunni og skera út heimagert laufabrauð. Uppskriftin sem þeir feðgar nota hefur fylgt þeim í gegnum kynslóðir og kemur frá ömmu Höskuldar heitinnar, Arnþrúði Gunnlaugsdóttur frá Eiði á Langanesi.
Höskuldur er vel kunnur Kópavogsbúum sem fyrirliði Breiðabliks og einn eigandi Skjálausna, það að auki er hann sérfræðingur í laufabrauðshefðinni. Hann mun fræða og aðstoða við skurð og Gunnlaugur, faðir hans, mun svo taka við og steikja.
Kökurnar verða á staðnum og þau tæki og tól sem til þarf að skera og steikja gestum að kostnaðarlausu en við biðjum fólk að koma með box undir þau laufabrauð sem þau skera.
Hvetjum ykkur öll til þess að mæta og njóta hátíðlegrar stundar, fræðast um þessa fornu hefð okkar Íslendinga og verja saman dýrmætum tíma
Öll hjartanlega velkomin.













