13.júl 2025 14:00

Lautarferðin

Menning í Kópavogi

Vinabæjarlundur í Kópavogsdal

Komið með í Lautarferð!

Boðið er upp á á ljúfa tóna í grennd við frábær útivistasvæði Kópavogs. Fyrri viðburðurinn verður í Vinabæjarlundi í Kópavogsdal (neðan við Digraneskirkju) kl 14, þann 13. júlí næstkomandi.

Hugmyndin er sú að fólk mæti, njóti lifandi tónlistar, með teppi og snarl í góðra vina hópi. Viðburðirnir bera heitið „Lautarferðin“ og bjóða upp á dýrmæta blöndu af lifandi tónlist, lautarstemningu og útivist. Tónlistarkonan MGT hitar upp með léttri raftónlist og Marína Ósk mun svo spila fyrir okkur á þessum tónleikum.

Tónlist Marínu Óskar dansar á mörkum kántrí-, folk-, jazz- og popptónlistar og leikur hún sér frjálst og flæðandi að blanda saman tónlistarstílum. Lagasmíðar hennar, sem eru bæði á ensku og íslensku, eru lagrænar og grípandi. Marína hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin á dögunum fyrir Jazzsöng ársins 2024 en árið 2022 hlaut hún þau einnig, þá fyrir Jazztónsmíðar ársins. Á tónleikunum mun hún leika lög úr eigin lagasmíðabálki, m.a. af nýútkominni þriðju plötu sinni, Oh, Little Heart, og mega áheyrendur búast við mjúkri og hjartavermandi tónleikaupplifun.

Viðburðurinn er styrktur af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogs.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

09
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Salurinn
14
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

14
jan
Bókasafn Kópavogs
16
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira

Menning í Kópavogi

21
jan
Menning í Kópavogi

Sjá meira