10.ágú 14:00 - 15:00

Lautarferðin

Menning í Kópavogi

Rósagarðurinn í Fossvogsdal

Komið með í Lautarferð!

Boðið er upp á á ljúfa tóna í grennd við frábær útivistasvæði Kópavogs. Seinni viðburðurinn er haldinn í Rósagarðinum í Fossvogsdal, Kópavogsmegin. Skoða staðsetningu á Google maps.

Hugmyndin er sú að fólk mæti, njóti lifandi tónlistar, með teppi og snarl í góðra vina hópi. Viðburðirnir bera heitið „Lautarferðin“ og bjóða upp á dýrmæta blöndu af lifandi tónlist, lautarstemningu og útivist. Unnur Malín og Silja Rósa spila fallega tóna og setja ljúfa stemningu fyrir gesti og gangandi. Frítt er á viðburðinn og öll velkomin.

Viðburðurinn er styrktur af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogs.

Unnur Malín er fjölhæf listakona með áheyrilega og hlýja rödd. Barnafötunum sleit hún í bæði djass og klassískt gerjuðum jarðvegi, en unglings-sárin græddi hún með poppi, rokki, reggíi, sálartónlist og r’n’b. Hljóðheimur uppvaxtaráranna hefur verið henni innblástur í eigin tónsköpun sem einnig er þjóðlagaskotin. Rödd og rafgítar mynda viðkvæman stöðugleika með spunaívafi. Unnur Malín hefur haldið fjölda tónleika hérlendis og erlendis og verið meðlimur í fjölda tónlistarhópa, helst ber að nefna Ojba Rasta, Lúðrasveit Reykjavíkur og Kammerkór Suðurlands. Í heimsfaraldrinum heilaði hún margar sálir með söng sínum á samfélagsmiðlum. Um þessar mundir er hún í tónmenntakennaranámi og sinnir kennslu og kórstjórn í Reykholtsskóla. 

 Silja Rós er íslensk tónlistarkona, leikkona og handritshöfundur sem hefur vakið athygli bæði fyrir tónlist sína og leiklist. Silja Rós gaf nýverið út sína þriðju breiðskífu, …letters from my past, sem inniheldur níu frumsamin lög sem unnin voru upp úr dagbókarfærslum tónlistarkonunnar. Textarnir eru einlægir og tónlistin listilega samin þar sem finna má fyrir áhrifum frá listamönnum á borð við Jacob Collier, Oliviu Dean og Moonchild. Tónlistinni er best lýst sem popptónlist með dass af jazz og R&B kryddi. Platan var styrkt af Hljóðritasjóð, Stef, Bylgjunni og Rúv.

Deildu þessum viðburði

10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
okt
Bókasafn Kópavogs
17
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

20
okt
Bókasafn Kópavogs
24
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

27
okt
Bókasafn Kópavogs
31
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

03
nóv
Bókasafn Kópavogs
10
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Menning í Kópavogi

15
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira