Verið velkomin á leiðsögn með Daríu Sól Andrews um sýninguna Störu miðvikudaginn 10. september kl.12.15. Aðgangur er ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin.
Daría er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og starfar bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Árið 2021 lauk hún námi sem Curatorial Fellow í The Witney Independent Study Program í New York. Hún er með meistaragráðu í sýningarstjórnun frá Stokkhólmsháskóla og bakkalárgráðu í mælskufræði frá UC Berkeley. Daría stofnaði galleríið Studio Sol árið 2017 í uppgerðu iðnaðarhúsnæði í Reykjavík. Árið 2024 vann hún Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir bestu samsýningu ársins Að rekja brot.
Líkaminn er lifandi fyrirbæri í sífelldri sveiflu milli sjálfsins og annars, menningar og náttúru, hins séða og óséða. Listamenn Corpus fá okkur til að íhuga hann nánar, með því að nota áferðir, nærveru, efniskennd, litbrigði og framvindu til að takast á við flókin tengsl kyns, kynþáttar, vistfræði og tækni. Hér er líkaminn ekki stöðugur heldur síkvikur og samofinn umhverfi sínu.
Á Corpus má finna verk eftir Arvidu Byström, Herttu Kiiski, Jeanette Ehlers, Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka, Salad Hilowle og Sunnevu Ásu Weisshappel, sem vinna innan efnisleika, vefnaðar, skúlptúrs og ljósmyndunar. Hver á sinn hátt rannsaka listamennirnir tengsl okkar við eigin líkama, bæði í rými og í sambandi við aðrar verur, og stöðu líkamans í framþróunarmiðuðum heimi.