Menningarhúsin bjóða upp á spennandi dagskrá í vetrarfríi grunnskólanna í Kópavogi.

Menning í Kópavogi

Mánudagurinn 24. febrúar

Kort og kórónur á Bókasafninu kl. 11 – 13

Komdu og föndraðu kórónur og kort eða jafnvel bókamerki, og skreyttu með úrklippum úr gömlum bókum.

Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir

Smiðjan verður haldin í Tilraunastofunni á fyrstu hæð safnsins.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands í Náttúrufræðistofu Kópavogs kl. 13 – 15

Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður hjá okkur í vetrarfríinu með lifandi og skemmtileg vísindasmiðju fyrir forvitin börn á öllum aldri. Markmið Vísindasmiðjunnar er að efla áhuga ungmenna á vísindum með gagnvirkum og lifandi hætti, styðja við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda og miðla vísindalegri þekkingu til samfélagsins.

Þriðjudagur 25. febrúar

Grímusmiðja á Bókasafninu kl. 11 – 13

Komdu og búðu þér til grímu í vetrarfríinu!

Boðið verður uppá grímuföndur; glimmerlím, fjaðrir og alla heimsins liti til að lífga upp á vetrarfríið.

Smiðjan verður á 1. hæð Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu.
Allur efniviður og leiðbeiningar á borðum á staðnum.

Leikur að ljósi og litum I Listasmiðja í Gerðarsafni 13 – 15

Komið að gera tilraunir með ljós og litaðar filmur og búum til listaverk úr öllum regnbogans litum! Jóhanna Ásgeirsdóttir verður með listsmiðju fyrir börn og fjölskyldur þeirra í vetrarfríi grunnskólanna þriðjudaginn 25. febrúar kl 13:00 í Gerðarsafni. Efniviður verður á staðnum og þátttaka í smiðjunni er gestum að kostnaðarlausu. Hlökkum til að sjá ykkur!

Spilastuð fyrir ungmenni á Bókasafninu með Spilavinum kl. 14 – 16

Komdu að spila í vetrarfríinu!

Spilavinir kíkja í heimsókn í ungmennadeildina á 3. hæð með glás af spilum. Spilakennarar verða á staðnum, tilbúnir að leiðbeina þátttakendum.

Við hvetjum ykkur til þess að koma og eiga gæðastund hér í menningarhúsunum.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

31
mar
Bókasafn Kópavogs
31
mar
Bókasafn Kópavogs
31
mar
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

01
apr
Bókasafn Kópavogs
01
apr
Bókasafn Kópavogs
01
apr
Bókasafn Kópavogs
01
apr
Gerðarsafn
02
apr
Bókasafn Kópavogs
02
apr
Bókasafn Kópavogs
03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira