Mánudagurinn 24. febrúar
Kort og kórónur á Bókasafninu kl. 11 – 13
Komdu og föndraðu kórónur og kort eða jafnvel bókamerki, og skreyttu með úrklippum úr gömlum bókum.
Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir
Smiðjan verður haldin í Tilraunastofunni á fyrstu hæð safnsins.
Vísindasmiðja Háskóla Íslands í Náttúrufræðistofu Kópavogs kl. 13 – 15
Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður hjá okkur í vetrarfríinu með lifandi og skemmtileg vísindasmiðju fyrir forvitin börn á öllum aldri. Markmið Vísindasmiðjunnar er að efla áhuga ungmenna á vísindum með gagnvirkum og lifandi hætti, styðja við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda og miðla vísindalegri þekkingu til samfélagsins.
Þriðjudagur 25. febrúar
Grímusmiðja á Bókasafninu kl. 11 – 13
Komdu og búðu þér til grímu í vetrarfríinu!
Boðið verður uppá grímuföndur; glimmerlím, fjaðrir og alla heimsins liti til að lífga upp á vetrarfríið.
Smiðjan verður á 1. hæð Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu.
Allur efniviður og leiðbeiningar á borðum á staðnum.
Leikur að ljósi og litum I Listasmiðja í Gerðarsafni 13 – 15
Komið að gera tilraunir með ljós og litaðar filmur og búum til listaverk úr öllum regnbogans litum! Jóhanna Ásgeirsdóttir verður með listsmiðju fyrir börn og fjölskyldur þeirra í vetrarfríi grunnskólanna þriðjudaginn 25. febrúar kl 13:00 í Gerðarsafni. Efniviður verður á staðnum og þátttaka í smiðjunni er gestum að kostnaðarlausu. Hlökkum til að sjá ykkur!
Spilastuð fyrir ungmenni á Bókasafninu með Spilavinum kl. 14 – 16
Komdu að spila í vetrarfríinu!
Spilavinir kíkja í heimsókn í ungmennadeildina á 3. hæð með glás af spilum. Spilakennarar verða á staðnum, tilbúnir að leiðbeina þátttakendum.
Við hvetjum ykkur til þess að koma og eiga gæðastund hér í menningarhúsunum.