14.sep 2022 12:15 - 13:00

Náttúran og sálarheill með Páli Líndal

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Aðalsafn – Fjölnotasalur
Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur fjallar um sálræn áhrif náttúrunnar á andlega heilsu.

Skiptir náttúran einhverju máli fyrir sálarheill okkar? Já, vissulega, og í erindinu verður fjallað um það, sem og hvernig hún getur stuðlað að betri heilsu og vellíðan. Einnig verður horft til grænna og blárra svæða, og gluggað í áhrif veðurs á upplifun okkar og líðan.

Páll Jakob Líndal er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney. Hann er sérfræðingur í mati á sálfræðilegum áhrifum umhverfis á heilsu og vellíðan, hvort um er að ræða náttúru eða byggt umhverfi. Páll hefur áralanga reynslu af skipulagsmálum og verkefnum er snúa að verndun byggingararfsins, s.s. uppmælingum og gerð húsakannana, auk þess að vinna að sálfræðilegum rannsóknum. 


Páll á og rekur TGJ – hönnun-ráðgjöf-rannsóknir og nýsköpunar- og ráðgjafarfyrirtækið ENVALYS.  Þá kennir Páll umhverfissálfræði við Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri auk þess að vera fyrirlesari og pistlahöfundur í Samfélaginu á Rás 1

Menning á miðvikudögum er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Viðburðir eru haldnir á víxl á Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Salnum þar sem boðið er upp á fjölbreytt erindi,  listamannaleiðsagnir og tónleika. Ókeypis er á alla viðburði í viðburðaröðinni.  

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
14
des
Salurinn
14
des
Salurinn
14
des
Menning í Kópavogi
15
des
Bókasafn Kópavogs
16
des
Bókasafn Kópavogs
16
des
Bókasafn Kópavogs
17
des
Bókasafn Kópavogs
17
des
Salurinn
17
des
Bókasafn Kópavogs
22
des
23
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Náttúrufræðistofa Kópavogs

18
des
Gerðarsafn
21
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira