01.feb 12:15

Náttúruvernd, loftslagsmál og orkuskipti

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Fjölnotasalur
Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri flytur erindi.

Halla Hrund Logadóttir, flytur fyrirlestur um orkuskipti í Menningu á miðvikudögum.

Heimurinn stendur frammi fyrir orkuskiptum þar sem á allra næstu árum þarf að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvæna og endurnýjanlega orkugjafa. Fáar þjóðir hafa jafn góða möguleika og Íslendingar á að klára orkuskiptin áður en gefinn gálgafrestur rennur út, enda er meirihluti húsnæðis nú þegar kynntur með jarðvarma og rafmagnsframleiðsla fer að langmestu leyti fram með virkjun endurnýjanlegra orkugjafa.

Eftir standa hins vegar orkuskipti í samgöngum og flutningum, þar sem jarðefnaeldsneyti er enn ráðandi orkugjafi. Þetta kallar á nýja forgangsröðun, uppbyggingu innviða og endurnýjun vélbúnaðar ásamt skýrri stefnumörkun og eftirfylgni til að markmiðum verði náð innan gefins tímaramma.

Til að ræða þetta stóra mál höfum við fengið til liðs við okkur sérfrótt fólk á sviði orkuvinnslu, umhverfisverndar og heimspeki, enda snertir viðfangsefnið flest svið tilveru okkar sem og komandi kynslóða. Í fyrirlestraröð á vormisseri 2023 mun Náttúrufræðistofan bjóða uppá röð fyrirlestra sem fjalla um orkuskiptin frá mismunandi sjónarhornum í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum.

Menning á miðvikudögum eru styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Halla Hrund er með BA gráðu í stjórnmálafræði, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard Háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál. Halla Hrund hefur starfað frá árinu 2017 sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard háskóla sem beinir sjónum m.a. að áhrifum loftslagsmála, og kennir jafnframt á meistarastigi við sömu stofnun.

Frá árinu 2019 hefur hún meðstýrt kortlagningu breytingaþátta Norðurslóða, m.a. orkumála, á vettvangi World Economic Forum. Halla Hrund hefur frá árinu 2015 starfað sem stofnandi og formaður Arctic Innovation Lab og starfað sem leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarhröðlum.

Hún hefur setið í stjórn Orkusjóðs frá árinu 2015 og sama ár hóf hún störf sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík þar sem hún kennir námskeið um stefnumótun á sviði orkumála með áherslu á loftslagsmál. Halla Hrund var framkvæmdastjóri Iceland School of Energy við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2013 fram til ársins 2016. Árin 2011 til 2013 var Halla Hrund forstöðumaður Alþjóðaþróunar við Háskólann í Reykjavík

Halla Hrund er með BA gráðu í stjórnmálafræði, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard Háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál. Halla Hrund hefur starfað frá árinu 2017 sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard háskóla sem beinir sjónum m.a. að áhrifum loftslagsmála, og kennir jafnframt á meistarastigi við sömu stofnun.

Frá árinu 2019 hefur hún meðstýrt kortlagningu breytingaþátta Norðurslóða, m.a. orkumála, á vettvangi World Economic Forum. Halla Hrund hefur frá árinu 2015 starfað sem stofnandi og formaður Arctic Innovation Lab og starfað sem leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarhröðlum.

Hún hefur setið í stjórn Orkusjóðs frá árinu 2015 og sama ár hóf hún störf sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík þar sem hún kennir námskeið um stefnumótun á sviði orkumála með áherslu á loftslagsmál. Halla Hrund var framkvæmdastjóri Iceland School of Energy við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2013 fram til ársins 2016. Árin 2011 til 2013 var Halla Hrund forstöðumaður Alþjóðaþróunar við Háskólann í Reykjavík.

Deildu þessum viðburði

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

22
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Náttúrufræðistofa Kópavogs

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

18
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira