01.júl ~ 31.júl

Opin endalok | Emma Heiðarsdóttir

Menning í Kópavogi

Ygallery
Sýning í Ygallery.

Á sýningunni Opin endalok mætast nokkur ný verk sem tengjast öll í gegnum líkamlega og tilvistarlega þræði. Í verkunum koma meðal annars fyrir hugmyndir um endaleysu og endanleika, kyrrstöðu og hugmyndalegan eða skynrænan samruna líkama og hluta. 

Texti eftir Freyju Þórsdóttur:

Allt fer í hringi. Það hvar eitt byrjar og annað endar, fer eftir því hvaðan er horft og hvernig er horft.

Endalok eins eru upphaf annars. Lokun er opnun, opnun er lokun. Form rís úr formleysi, formleysi úr formi. Líf umbreytist í dauða, dauði í nýtt líf.

Tilveran er hringrás drifin mótsögnum. Lífið sem heild þrífst fyrir tilstilli þess staka og líf einstaklinga er bundið þeim fjölbreytileika sem heildin samanstendur af.

Við erum aðskilin og við erum sameinuð. Deilum ekki hugsunum og skynjunum. Deilum ekki augum, útlimum eða nöflum. Erum afmarkaðar verur með skýrar útlínur. En með auknu útsýni, byrja mörk formanna að fuðra upp.

Á breiðum tímaskala erum við ekki stakir punktar. Við erum lína sem flæðir áfram hring eftir hring. Ein framhaldssaga, ofin úr sama þræðinum, sama erfðaefninu, sem hefur spunnist í gegnum aldirnar.

Við erum aðskilin og við erum sameinuð. Sambærileikinn í bland við fjarlægðina, það sem opnar fyrir samlíðan. Sár annarra, líkamleg eða andleg, fær um að vekja líkamlega ónotakennd hjá okkur sjálfum. Þegar við setjum okkur í þeirra spor, nemum þeirra sprungur og holur.

Við deilum formlausum kjarna, þótt við deilum ekki formum. Erum það sama margfaldað, í ólíkum útgáfum.

Sagan sem blundar í erfðaefni okkar er að hluta til liðin og að hluta til í verðandi. Við erum komin af öðrum eins og aðrir geta komið af okkur. Punktarnir dreifa úr sér, línurnar lengjast, hringurinn stækkar.

Það eldra lifir í því yngra, það liðna í því líðandi, það formlausa í því formaða.

Þegar barn dregur fyrsta andardráttinn utan við líkama móður sinnar, er það enn samvaxið henni, eins og ávöxtur á tré. Naflinn, hringurinn í miðju líkamans, er minnisvarði um uppruna, um strenginn milli barns og móður, um strenginn milli kynslóða, um hringrásina sem flæðir í gegnum formin.

Lífið rúmast ekki í ferhyrningi. Allt fer í hringi. Það hvar eitt byrjar og annað endar, fer eftir sjónarhorninu, eftir því hvaðan er horft og hvernig er horft.

Það má halda sig innan kassans sem maður þekkir, í innrammaðri tilveru. Eða feta sig nær jöðrunum. Staðsetja skynjunina á nýjum stað, utan við mörk þess kunnuglega. Opna fyrir formleysi og mótsagnir, fyrir óútreiknanlegri sýn – en um leið aukna hreyfigetu og heilli sjóndeildarhring.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira

Menning í Kópavogi

08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

18
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira