Fjölskyldustund | Gjörningastund með Styrmi

Listamaðurinn Styrmir Örn Guðmundsson leiðir gjörningastund fyrir alla fjölskylduna.
Fjölskyldustund | Kviksjá

Kanntu að gera kviksjá / kaleidóskóp?
Menning á miðvikudögum | Stöðufundur

Kristín Eiríksdóttir og Björk Viggósdóttir
Fjölskyldustund | Sjálfsmyndasmiðja óháð tungumáli

Ljósmyndasmiðja þar sem unnið verður með sjálfsmyndir og ímyndir í tengslum við sýninguna Líkamleiki í Gerðarsafni.
Hringflauta | Tónleikar

Verið velkomin á síðdegistónleika í Gerðarsafni næstkomandi föstudag. Leikið verður á hringflautu, hugarfóstur hönnuðanna Brynjars Sigurðarsonar og Veroniku Sedlmair. Verk Brynjars og Veroniku er hluti af yfirstandandi sýningu í Gerðarsafni Einungis allir, sem er hluti listahátíðarinnar Cycle. Hringflautan samanstendur af fjórum þverflautum sem sveigðar eru að lögun og mynda samsettan hring en innan hans er pláss fyrir áheyranda. Til […]
Útlína I Opnunarviðburður

Velkomin á opnunarviðburð sýningarinnar Útlína með verkum, skissum og rannsóknarefni tíu nútíma- og samtímalistamanna úr safneign Gerðarsafns. Sýningarstjórarnir Brynja Sveinsdóttir og Hrafnhildur Gissurardóttir bjóða gestum í spjall um sýninguna og verður teiknileikur í boði fyrir yngstu gestina, sem listamaðurinn Edda Mac mun leiða. Opnunarviðburðurinn er gestum að kostnaðarlausu og léttar veitingar í boði. Útlína er […]
Geirfuglinn sem táknmynd aldauðans | Menning á miðvikudögum

Gísli Pálsson, mannfræðingur og prófessor emeritus við HÍ, fjallar um geirfuglinn sem táknmynd aldauða í hádegiserindi í Gerðarsafni. Erindið er haldið í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, „Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum“ þar sem samspil manna, dýra, náttúru og umhvefis eru í brennidepli. Aðgangur ókeypis og öll velkomin meðan […]
Kynning á heilögum dönsum Gurdjieff I Menning á miðvikudögum
Kennarinn og listakonan Sati Katerina Fitzova kynnir heilaga dansa Gurdjieff. Dansarnir byggjast á mörg þúsund hreyfingum sem grísk-armeníski heimspekingurinn George Ivanovich Gurdjieff safnaði saman á ferli sínum og byggjast á hefðbundnum dönsum ýmissa trúarbragða. Sati segir frá ótrúlegu lífshlaupi Gurdjieff ásam því að kenna hreyfingarnar sem eiga að stuðla að sjálfsskoðun og aðstoða við sjálfsnám.
Kúltúr klukkan 13 | GerðarStundin

Gerðarsafn tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem streymt er heim í stofu á meðan samkomubann stendur yfir. Viðburðirnir eru sendir út í samstarfi við Stundina klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
Slaka & Skapa

Eldri borgurum er boðið á viðburðinn Slaka & Skapa með Thelmu Björk Jónsdóttir sem fer fram í Gerðarsafni listasafni Kópavogs. Skoðuð verða tengslin milli hugleiðslu og handverks í gegnum teygjur og öndunar- og slökunaræfingar sem Thelma hefur þróað. Áhugasömum er boðið að halda hugleiðslu áfram með því að taka þátt í handverksvinnu á borð við […]
Listamannaspjall | Afrit

Listamennirnir Claudia Hausfeld og Pétur Thomsen, ásamt sýningarstjóranum Brynju Sveinsdóttur, leiða gesti um sýninguna Afrit, sunnudaginn 8. mars kl.15.
Málþing | Fullt af litlu fólki

Kynning í formi fyrirlestra og umræðna um þema sýningarinnar, andleg málefni í listum, í tengslum við verk Gerðar Helgadóttur, Hilma af Klint og Rudolf Steiner. Enn fremur verður farið í leiðangur um þemað í samhengi við samtímalist og listsköpun. Viðmælendur: Jón B.K. Ransu (IS), Silvana Gabrielli (IT/CH), og Johannes Nilo (SE/CH),Walter Kugler (CH) og Dawn […]