Vatnsdropinn | Sagan um síðasta drekann í heiminum

Múmínstund í Gerðarsafni í tengslum við sýninguna „Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli“ en sýningin byggir á sagnaheimi Tove Jansson auk verka H. C. Andersen og Astrid Lindgren.
Sólarprent | Barnamenningarhátíð

Sólarprent eftir börn úr 1. bekkjum Kársnesskóla og Smáraskóla. Verkin unnu börnin undir leiðsögn Hjördísar Eyþórsdóttur í Gerðarsafni dagana 4. – 8.apríl 2022.
Fjölskyldustund | Leirum okkur sjálf

Smiðjan er unnin út frá sýningunni Líkamleiki, sem fjallar um líkamann og líkamleika í samtímalist. Í smiðjunni munum við gera tilraunir með að leira okkur sjálf og sækjum innblástur í verk á sýningunni. Við prófum að leira með lokuð augun líkt og Haraldur Jónsson gerir í verkinu Blindnur og skoðum hvað gerist þegar maður nuddar leir eins og í vídeóverkinu Heilnudd […]
Kvöldopnun | Alltumlykjandi

Fimmtudagskvöldið 3. september býður Gerðarsafn upp á lengdan opnunartíma eða til kl. 21.00 í tilefni af útskriftarsýningu nemenda í hönnun og arkitektúr. Á sýningunni Fjörutíu skynfæri má sjá verk eftir nemendur sem útskrifuðust úr hönnun og arkitektúr frá Listaháskóla Íslands í júní 2020. Á neðri hæð safnsins mun Alltumlykjandi framlag nemenda í fatahönnun opna fyrir almenning fimmtudaginn 3. […]
,,Bara drekka te“ I Te athöfn með Dawn Nilo

Just Drink Tea er róttæk tilraun til þess að fanga augnablikin, eins konar athöfn helguð skynreynslu mannfólksins. Titilinn má þýða sem „drekkið bara te“ og verkið reynir að hefja upp orðið „bara“ og láta það vísa í margbreytileika þess sem „eitthvað æðra“ en finna má í einfaldleika tilverunnar. Gestir bjóða hver öðrum te og taka […]
Leiðsögn | GERÐUR esque

Sylvía Lind Birkiland og Arnþór Ægisson verða með leiðsögn á íslensku sunnudaginn 23. maí kl. 14.
Endur hugsa um galdra

Næstkomandi miðvikudagkvöld verður listhópurinn Endur hugsa með dagskrá þar sem leiðarstefið verður galdrar – í hversdagslífinu, í söguhefð, í sagnahefð – og önnur óútskýranleg, dularfull og undraverð fyrirbæri eins og nánd við náttúru, aðrar lífverur og hluti.
Leiðsögn með meistaranemum í myndlist

Leiðsögn með meistaranemum í myndlist Sunnudaginn 6. maí kl. 15 munu meistaranemar í myndlist leiða gesti um útskriftarsýninguna. Í verkum myndlistarnema tvinnast saman og togast á vangaveltur um stuðning, endurspeglun, tilfærslur, hringrás og takmarkanir. Útskriftarsýning meistaranema í myndlist og hönnun frá Listaháskóla Íslands stendur yfir í Gerðarsafni 28.apríl – 13. maí
Leiðsögn listamanna | Menning á miðvikudögum

Fríða Ísberg og Guðlaug Mía Eyþórsdóttir bregða ljósi á verk sín á sýningunni Stöðufundi í Gerðarsafni. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.
Sýningarstjóraleiðsögn | Langur fimmtudagur
Ó, hve hljótt | Sýningarstjóraspjall

Sunnudaginn 13. janúar kl. 15 fer fram sýningarstjóraspjall í Gerðarsafni í tilefni sýningarinnar Ó, hve hljótt. Sýningarstjórar sýningarinnar eru þau Pascale Cassagnau, CNAP, París og Gústav Geir Bollason, Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Líkam-leikur

Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, leiðir smiðjuna þar sem verður lögð áhersla á hreyfingu og möguleika líkamans. Myndir, litir, tilfinningar og hljóð í verkum á sýningunni Líkamleiki verða notuð sem innblástur og verða gerðar tilraunir til að breyta líkamanum í skúlptúr. Smiðjan er ætluð grunnskólakrökkum á öllum aldri og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu. Krökkum og fullorðnum fylgifiskum […]