Sýningaropnun SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR 2018

Listamennirnir Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir og Styrmir Örn Guðmundsson taka þátt í sýningarröðinni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR 2018.

Menning á miðvikudögum | Gjörningur um skírdreymi

Miðvikudaginn 2. maí kl. 12:15 verður fluttur gjörningurinn Embassy of Lucid Dreaming eftir Mariu-Magdalenu Ianchis, meistaranema í myndlist. Í gjörningnum birtist óræður heimur skírdreymis þar sem sá sofandi er meðvitaður um að hann dreymi og getur breytt framvindu drauma sinna. Gjörningurinn fer fram á ensku og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.

Menning á miðvikudögum – hádegisleiðsögn

Miðvikudaginn 13. júní kl. 12:15 verður boðin hádegisleiðsögn um sýninguna Gerður: Yfirlit með Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur, safnstjóra sem einnig sýningarstýrði sýningunni í samstarfi við Brynju Sveinsdóttur. Á sýningunni er sjónum beint að fjölbreyttum listferli og ævi Gerðar, allt frá námsárum hennar til síðustu æviára, en hún lést fyrir aldur fram aðeins 47 ára gömul. Gerður […]

Ferðasögur Einars Fals ljósmyndara | Menning á miðvikudögum

Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari segir ferðasögur sínar í hádegisspjalli í tengslum við sýninguna Afrit. Einar Falur hefur lengi unnið sem blaðamaður á Morgunblaðinu en einnig sinnt listgrein sinni, ljósmyndun, með margvíslegum hætti. Hann hefur haldið margar sýningar á verkum sínum, hérlendis og erlendis, verið sýningarstjóri að ljósmyndasýningum, ritstýrt eða komið að gerð ljósmyndabóka, sjálfur skrifað bækur, […]

Útskriftarviðburður listkennsludeildar LHÍ

Laugardaginn 26. maí 2018 bjóða meistararanemar í Listkennsludeild Listaháskóla Íslands til útskriftarviðburðar í Menningarhúsin í Kópavogi / Culture Houses of Kópavogur. Þar kynna útskriftarnemendurnir lokaverkefni sín með margskonar hætti og gefst gestum meðal annars kostur á að taka þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum smiðjum sem eru lýsandi fyrir lokaverkefni nemenda. Dagskrá stendur yfir frá kl. 13- 16, opin […]

Sjarmör Collective | Þegar allt kemur til alls

Fimmtudaginn 9. júlí kl. 18.00 mun fjöllistahópurinn Sjarmör Collective bjóða gestum Gerðarsafns að fylgjast með þverfaglegum spuna í samtali við sýninguna Þegar allt kemur til alls.

Myndlist & innsæi I Ókeypis námskeið

Ókeypis námskeið með Edward de Boer og Ruth Bellinkx þar sem hvatinn að baki andlegra verka Rudolf Steiners, Hilmu Af Klint og Joseph Beuys verður skoðaður í gegnum æfingar, tilraunir, fræðslu og samtöl. Hver listamaður er með einstaka nálgun og sjónarhorn á andlega þætti tilverunnar, hvernig þeir tengjast og hafa áhrif á veraldlega – og […]