Sumardraumar á sautjándanum

Draumkennd tónlist, draumafangarasmiðja og ævintýraþrautin Draumaslóð er á meðal þess sem boðið verður upp á 17. júní þegar Menningarhúsin í Kópavogi, ásamt listafólki á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi, taka saman höndum um metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa undir yfirskriftinni Sumardraumar á sautjándanum.
Sumarbræðingur I 23. júlí

Sumarið er mætt í Menningarhúsin í Kópavogi!
Águstkvöld / Pod koniec sierpnia / August evening

Ágústkvöld er pólsk–íslensk tónlistar- og myndlistahátíð sem sér stað í Gerðarsafni, Midpunkt og Catalinu ásamt fleiri vel völdum stöðum við Hamraborg í Kópavogi. Tólf listamenn frá Póllandi og Íslandi taka þátt og vísar nafn sýningarinnar í titil íslenska dægurlagsins Ágústkvöld og pólska dægur lagsins Pod koniec sierpnia sem þýðir: ,,Hittumst í ágústlok“.
Cycle

Dagskrá Cycle hátíðinnar daganna 24. – 28. október verður með ýmsu móti í ár.
Sunnudagsleiðsögn með safnstjóra | Gerður | Yfirlit

Sunnudaginn 19. ágúst kl. 15 verður haldin leiðsögn um sýninguna Gerður: Yfirlit. Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, safnstjóri Gerðarsafns, mun leiða gesti í gegnum sýninguna sem tekur breytingum síðar í mánuðinum.
Ljós og skuggar I Foreldramorgnar

Ungabörnum og foreldrum þeirra er boðið í skapandi samverustund á Gerðarsafni. Listaverk og umhverfið verður skoðað með skynjunarkubbum sem birta liti, form og ljós.
Vetrarhátíð | Sirra Sigrún Sigurðardóttir
Opnun | Líkamleiki

Sýningin Líkamleiki er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. Á sýningunni eru verk átján samtímalistamanna sem vísa í líkamann og líkamleika á ýmsa vegu.
Heilagir dansar Gurdjieff I Ókeypis námskeið

Ókeypis tveggja daga námskeið í Heilögum dönsum Gurdjieff með kennaranum og listakonunni Sati Katerinu Fitzovu. Gestir geta valið hvort þeir mæti báða dagana eða annan daginn á námskeiðið. Á laugardeginum er það kl. 10:00- 17:00 með hádegishlé frá 13:00-14:00. Sunnudagurinn er frá kl. 10:00-15:00 með hádegishlé frá 12:00-13:00. Skráning á gerdarsafn@kopavogur.is
Leiðsögn um Skúlptúr Skúlptúr | Vetrarhátíð í Kópavogi
Fjölskyldustundir á laugardögum | Tónlistar- og upptökusmiðja
Sýningarstjóraspjall | Menning á miðvikudögum

Brynja Sveinsdóttir, sýningarstjóri, leiðir gesti um sýninguna Afrit. Á sýningunni Afrit eru verk sjö samtímalistamanna sem ögra hugmyndum okkar um ljósmyndir sem glugga að raunveruleikanum. Sýningin er í senn könnun á óljósu eðli ljósmyndarinnar og leikur með möguleika miðilsins þar sem látið er reyna á þolmörk hans. Sýningin Afrit er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2020.