Bachelsi

Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir mynda saman tvíeykið Bachelsi, en í sumar taka þær fyrir tónverk J. S. Bach og nálgast þau á nýjan hátt. Verkefnið er hluti af Skapandi sumarstörfum á vegum Kópavogsbæjar.
Opnun | Hlutbundin þrá

Verið velkomin á sýningaropnun!
Sýningaleiðsögn | Menning á miðvikudögum

Brynja Sveinsdóttir, safnstjóri Gerðarsafns og sýningastjóri, býður upp á leiðsögn um sýningar Santiago Mostyn & Elínar Hansdóttur og Úlfs Hanssonar miðvikudaginn 9.mars kl. 12:15.Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Gerðarsafn er lokað 30.maí

Gerðarsafn er lokað 30.maí, uppstigningardag.
Skólakór Kársness | Barnamenningarhátíð

Börn úr Kársnesskóla flytja Þúsaldarljóð Tryggva M. Baldvinssonar við ljóð Sveinbjarnar I. Baldvinssonar. Stjórnendur kóranna eru Álfheiður Björgvinsdóttir og Þóra Marteinsdóttir.
Síðasti sýningardagur Ó, hve hljótt

Síðasti sýningardagur Ó, hve hljótt verður á sunnudaginn 31. mars. Sýningin Ó, hve hljótt samanstendur af völdum kvikmyndum, hljóð- og vídeóverkum eftir bæði íslenska og alþjóðlega samtímalistamenn. Þó að verkin kunni að vera af ólíkum toga, í stíl eða efnistökum, eiga þau það sammerkt að bera með sér yfirvegaða kyrrð og djúpstæða friðsæld, líkt og sýningartitillinn […]
Leiðsögn með Æsu Sigurjónsdóttur

Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur og sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýningu Elínar Hansdóttur og Úlfs Hanssonar, Ad Infinitum, og sýningu Santiagos Mostyn, 08-18 (Past Perfect). Sýningarnar tvær eru hluti af dagskrá Ljósmyndarhátíðar Íslands 2022.
Fjölskyldustund

Eiga seiðkarlar og galdrakonur eitthvað sameiginlegt með nútíma vísindamönnum? Fjölskyldum er boðið að gera tilraunir og kynnast alvöru göldrum! Viðburðurinn fer fram í Geislahvelfingunni á útisvæði Menningarhúsanna.
Fjölskyldustund | Gjörningastund með Styrmi

Laugardaginn 22. september kl. 13:00-15:00 á sér stað Fjölskyldustund sem listamaðurinn Styrmir Örn Guðmundson leiðir. Styrmir vinnur með gjörningalist, break dans, rapp/söng, teikningar, skáldverk, skúlptúr og leikstjórn. Á námskeiðinu sýnir hann þátttakendum hvernig þessi mismunandi listform geta fléttast saman inn í frásagnir sem verða að gjörningum.
Gjörningastund

Gjörningastund fyrir alla aldurshópa í Gerðarsafni. Myndlistarmennirnir Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason skoða gjörningaformið í gegnum tilraunir tengdar verkum á sýningunni Líkamleiki þar sem kex og nuddbekkur koma við sögu. Gjörningastundin markar síðustu helgi sýningarinnar Líkamleika, sem er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir átján listamenn sem […]
Listamannaspjall | GERÐUR esque

Tinna Guðmundsdóttir og Melanie Ubaldo verða með listamannaspjall á íslensku miðvikudaginn 26. maí kl. 12.15.
Sumarspírur Menningarhúsanna í Kópavogi

Menningarhúsin í Kópavogi hafa fengið til liðs við sig öfluga sumarstarfsmenn sem munu standa fyrir skapandi og fræðandi smiðjum kl. 13-15 alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga í sumar, fram til 7. ágúst.