Sumarspírur | Listasmiðjur

Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á listasmiðjur í sumar fyrir börn á grunnskólaaldri. Smiðjurnar hefjast þann 28. júní, eru ókeypis og verða alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, milli 13.00 og 15.00, með fyrirvara um breytingar. Nánari upplýsingar verða birtar vikulega á facebook hópi sumarspíranna (sem er undir sama nafni) og í Kópavogspóstinum. Leikið verður með […]

Langur fimmtudagur | Leyndardómar hamskerans

Brynja Davíðsdóttir, hamskeri, bregður ljósi á vinnuferli og aðferðir sem notaðar eru við uppstoppun dýra. Brynja nam hamskurð í Skotlandi og er margverðlaunuð í faginu. Á yfirlitssýningu Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum, sem nú stendur yfir í Gerðarsafni, má sjá fugla sem hafa verið stoppaðir upp af Brynju en […]

Menning á miðvikudögum | Söngleiðangur

Söngleiðangur á sýningunni Ó, hve hljótt með Hrafnhildi Árnadóttur Hafstað sópransöngkonu, sem nýverið sló í gegn á vínartónleikum Sinfóníunnar. Hrafnhildur syngur óð til þeirra verka sem vekja hjá henni hughrif og hefst söngleiðangurinn hjá verki eftir Sigurð Guðjónsson með lagi eftir Poulenc. Við verk Doddu Maggýjar syngur Hrafnhildur grískt þjóðlag eftir óþekktan höfund og endar […]

Opnun | Afrit & GERÐUR

Sýningin Afrit verður opnuð í Gerðarsafni föstudaginn 17. janúar, kl. 19 sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2020. Á sama tíma verður ný grunnsýning; GERÐUR, opnuð á neðri hæð safnsins.

Menning á miðvikudögum | Forvarsla listaverka

Nathalie Jacqueminet veitir innsýn í listaverkageymslu Gerðarsafns þar sem hún dregur fram einstaka safnmuni úr safneign og ræðir um forvörslu verka. Eitt megin hlutverk safna felst í að vernda muni í eigu þeirra en safneign Gerðarsafns telur um 4.250 verk.

Kúltúr klukkan 13 | GerðarStundin

Gerðarsafn tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem streymt er heim í stofu á meðan samkomubann stendur yfir. Viðburðirnir eru sendir út í samstarfi við Stundina klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Skoðað og skynjað I Foreldramorgnar

Ungabörnum og foreldrum þeirra er boðið í skapandi samverustund á Gerðarsafni undir yfirskriftinni Skoðað og skynjað. Listaverk og umhverfið verður skoðað með skynjunarkubbum sem birta liti, form og birtu. Snertiskynið verður einnig örvað með ólíkum áferðum og  búið verður til listaverk með litaðri ull.

Fjölskyldustund | Danssmiðja

Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, leiðir danssmiðju þar sem listakrákan Iða verður höfð til fyrirmyndar. Listakrákan Iða skoðar myndlist út frá hreyfingu í listaverkum en saman munu Saga og þátttakendur kanna þessar aðferðir Iðu. Þá mun Saga kenna leiðir til þess að tjá upplifun í gegnum líkamann og hvernig hreyfing, dans og dansspuni geta orðið […]

Ljós og skuggar | Fjölskyldustund

Ljós og skuggar tilraunasmiðja með listakonunum Guðrúnu Veru Hjartardóttir og Sigrúnu Halldóru Gunnarsdóttur í tengslum við sýninguna Fullt af litlu fólki. Í smiðjunni verða gerðar luktir og tilraunir með ljós og skugga. Á þessum tíma, þann 11. nóvember er Martinsmessan haldin hátíðleg um allan heim. Þegar myrkasta tíma ársins á Vetrarsólstöðum gengur í garð er […]

Menning á miðvikudögum | Jöklabreytingar á Íslandi: Fortíð, nútíð og framtíð

Oddur Sigurðsson jarðfræðingur og sérfræðingur á sviði jöklafræði fjallar um bráðnun jökla og loftslagsbreytingar innan viðburðaraðarinnar Menning á miðvikudögum. Erindið fer fram í Náttúrufræðistofu Kópavogs en að því loknu verður gestum boðið að fá leiðsögn um valin verk á sýningunni Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum í Gerðarsafni.