Líkamleiki | Listamannaspjall

Listamannaspjall með Eirúnu Sigurðardóttur, Unu Margréti Árnadóttur og Erni Alexander Ámundasyni í Gerðarsafni. Listamennirnir munu ræða verk sín á sýningunni Líkamleiki og vinna þau öll með gjörninga í verkum sínum. Sýningin Líkamleiki er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir listamenn sem eiga það sammerkt að vísa […]

Kvöldopnun | Mæna

Fimmtudagskvöldið 3. september býður Gerðarsafn upp á lengdan opnunartíma eða til kl. 21.00 í tilefni af útskriftarsýningu nemenda í hönnun og arkitektúr. Á sýningunni Fjörutíu skynfæri  má sjá verk eftir nemendur sem útskrifuðust úr hönnun og arkitektúr frá Listaháskóla Íslands í júní 2020.  Útgáfuhóf Mænu, tímarits útskriftarnemenda í grafískri hönnun, verður í anddyri Gerðarsafns frá […]

Teiknismiðja I Fjölskyldustund

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir leiðir teiknismiðju inni í sýningarsölum Gerðarsafns þar sem nú stendur yfir sýningin Útlína. Lóa er reynslumikill teiknari og kennir ýmsar teikniæfingar ásamt því að fara í gegnum æfingar sem eru hluti af sýningunni.

Fjölskyldusmiðja | Skúlptúrsmiðja í Stúdíó Gerðar

Fyrsta Fjölskyldustund haustsins fer fram í öllum Menningarhúsunum og er ætlað að kynna öfluga dagskrá vetrarins. Í Stúdíó Gerðar á neðri hæð Gerðarsafns verður opin skúlptúrsmiðja þar sem óhefðbundin efni eru kynnt og listamaður verður á staðnum til að aðstoða fólk við samsetningu. Smiðjan hefst kl.13 og stendur til 15.

Slaka & skapa

Eldri borgurum er boðið á viðburðinn Slaka & Skapa með Thelmu Björk Jónsdóttir sem fer fram í Gerðarsafni listasafni Kópavogs. Skoðuð verða tengslin milli hugleiðslu og handverks í gegnum teygjur og öndunar- og slökunaræfingar sem Thelma hefur þróað. Áhugasömum er boðið að halda hugleiðslu áfram með því að taka þátt í handverksvinnu á borð við […]

Skríðum inn í skel | Vetrarhátíð í Kópavogi

Á innsetningunni Skríðum inn í skel tefla hönnuðir ÞYKJÓ fram litlum líkönum í skalanum 1:5 að ,,Kyrrðarrýmum” sem eru innblásin af skjaldbökum, sniglum, kuðungum og fleiri skeldýrum og Sóley Stefánsdóttir tónlistarkona kitlar ímyndunaraflið í gegnum eyrun okkar. Hvernig hljómar rigningin þegar við sitjum inni í skel og hlustum? Er hægt að flauta inni í kuðung? Kuðungur […]

Klippimyndir í Stúdíó Gerðar

Stúdíó Gerðar er opið á hefðbundum tímum næstkomandi laugardag. Stúdíó Gerðar er opið fræðslurými þar sem börn og fullorðnir geta lært um list og skapað saman. Börn, fjölskyldur og aðrir gestir geta notið samverustunda við að spjalla og skapa í Stúdíói Gerðar. Í Stúdíói Gerðar eru haldnar fjölbreyttar smiðjur í tengslum við sýningar safnsins og […]

Tríó Sól & Gerður Helgadóttir

Fimmtudaginn 25. júní kl. 19.00 mun strengjatríóið Tríó Sól flytja ljúfa tóna í Gerðarsafni í samtali við verk Gerðar Helgadóttur.

Listamannaspjall | Þegar allt kemur til alls

Listamennirnir Anna Hrund Másdóttir og Logi Leó Gunnarsson leiða gesti um sýninguna Þegar allt kemur til alls, ásamt sýningarstjórunum Brynju Sveinsdóttur og Jónu Hlíf Halldórsdóttur, laugardaginn 4. júlí kl.15.