Listamannaspjall | Þegar allt kemur til alls

Listamennirnir Anna Hrund Másdóttir og Logi Leó Gunnarsson leiða gesti um sýninguna Þegar allt kemur til alls, ásamt sýningarstjórunum Brynju Sveinsdóttur og Jónu Hlíf Halldórsdóttur, laugardaginn 4. júlí kl.15.

Allt og hvaðeina | Fjölskyldustund

Verið velkomin í fjölskyldustund laugardaginn 4. júlí kl. 13-15 í Gerðarsafni. Marta María Jónsdóttir og Brynhildur Kristinsdóttir, myndlistarmenn og nemendur í listkennsludeild LHÍ leiða smiðju þar sem unnin verða þrívíð verk undir áhrifum frá Gerði Helgadóttur.

Leiðsögn | Fatahönnun

Leiðsagnir sýningarstjóra um útskriftarsýningu hönnunar- og arkitektúrdeildar Fjörtíu skynfæri sem stendur í Gerðarsafni fara fram sunnudaginn 6. september.

Einungis allir | leiðsögn

Verið velkomin á leiðsögn um sýninguna „Einungis allir“ næstkomandi sunnudag 9. desember kl. 15. Sýningin er liður í listahátíðinni Cycle 2018 en þema hátíðarinnar var „Þjóð meðal þjóða“. Á hátíðinni var áleitnum spurningum sem varða frelsisbaráttu og þjóðernishugmyndir í samhengi við 100 ára fullveldisafmæli Íslands velt upp.  Út frá þessum hugleiðingum opnar sýningin Einungis allir […]

17. júní í Gerðarsafni

Gerðarsafn verður opið frá kl. 10-17 á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þar sem enn gætir takmarkana vegna Covid 19 faraldursins verður megin viðburðardagskrá safnsins utandyra en Gerðarsafn tekur þátt í skemmtilegum sumarleik Menningarhúsanna sem nefnist Söfnum sumri.

Alsjáandi | Vetrarhátíð í Kópavogi

Alsjáandi – ósamþykktar skissur að altaristöflu er sýning á tillögum Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju. Tillögurnar vann Gerður árið 1971 en samkomulag náðist ekki um innihald þeirra og urðu þær því ekki að veruleika. Á sýningunni gefst gestum færi á að skoða skissurnar í því samhengi sem þær voru hugsaðar, inni í kirkjunni ásamt […]

Listamannaspjall | Þegar allt kemur til alls

Listamennirnir Hildigunnur Birgisdóttir og Þór Sigurþórsson ræða um verk sín á sýningunni Þegar allt kemur til alls, ásamt sýningarstjórunum Brynju Sveinsdóttur og Jónu Hlíf Halldórsdóttur, laugardaginn 22. ágúst kl. 16.00. Þegar allt kemur til alls er samsýning með verkum eftir tólf íslenska samtímalistamenn. Verkin hafa verið sérvalin út frá því hvernig fegurðin í hversdagsleikanum, léttleiki, […]

Tónleikar Bachelsis

Sumartónleikar Bachelsis verða haldnir næstkomandi fimmtudag, 12. júlí, kl. 18. í sýningarsal Gerðarsafns, innan um verk Gerðar Helgadóttur á yfirstandandi sýningu safnsins; Gerður: Yfirlit. Bachelsi samanstendur af fiðluleikurunum Ingibjörgu Ástu Guðmundsdóttur og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur en þær kynntust við nám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Í sumar hafa þær tekið fyrir tónverk J. S. Bach […]

Spjall með fulltrúum ættingja | Menning á miðvikudögum

Gestum er boðið í spjall við vini og ættingja listamannanna Valgerðar Bríem, Gerðar Helgadóttur og Barböru Árnason sem allar eiga verk á sýningunni Útlínu sem stendur nú yfir í Gerðarsafni. Listakonurnar settu sinn svip á íslensku myndlistarsenuna og munu ættingjar og fulltrúar þeirra setja verkin á sýningunni í persónulegt samhengi.

Fjölskyldustund | Jólamerkimiðar

Merkimiðasmiðja með listamanninum Eddu Mac þar sem kartöflustimplar verða notaðir til þess að búa til einstaka og gamaldags merkimiða fyrir jólapakkana. Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu. Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn og Héraðsskjalasafn.

Aðventuhátíð Menningarhúsanna

Hin árlega aðventuhátíð fer fram í og við Menningarhúsin í Kópavogi næstkomandi laugardag þann fyrsta í aðventu. Á útisvæði verður aðventumarkaður, jólatré og skemmtun á sviði.