Kvöldopnun | Mæna

Fimmtudagskvöldið 3. september býður Gerðarsafn upp á lengdan opnunartíma eða til kl. 21.00 í tilefni af útskriftarsýningu nemenda í hönnun og arkitektúr. Á sýningunni Fjörutíu skynfæri  má sjá verk eftir nemendur sem útskrifuðust úr hönnun og arkitektúr frá Listaháskóla Íslands í júní 2020.  Útgáfuhóf Mænu, tímarits útskriftarnemenda í grafískri hönnun, verður í anddyri Gerðarsafns frá […]

Leiðsögn | Grafísk hönnun

Leiðsagnir sýningarstjóra um útskriftarsýningu hönnunar- og arkitektúrdeildar Fjörtíu skynfæri sem stendur í Gerðarsafni fara fram sunnudaginn 6. september.

Listamannaspjall | Þegar allt kemur til alls

Listamennirnir Anna Hrund Másdóttir og Logi Leó Gunnarsson leiða gesti um sýninguna Þegar allt kemur til alls, ásamt sýningarstjórunum Brynju Sveinsdóttur og Jónu Hlíf Halldórsdóttur, laugardaginn 4. júlí kl.15.

Vatnslitatilraunir | Fjölskyldustund

Verið velkomin í fjölskyldustund laugardaginn 29. febrúar kl. 13-15 í Gerðarsafni. Marta María Jónsdóttir og Brynhildur Kristinsdóttir, myndlistarmenn og nemendur í listkennsludeild LHÍ leiða fjölskyldustundina þar sem unnið verður á óhefðbundin hátt með liti, vatn, salt og pappír.

Listamannaspjall | Afrit

Listamennirnir Bjarki Bragason og Þórdís Jóhannesdóttir, ásamt sýningarstjóranum Brynju Sveinsdóttur, leiða gesti um sýninguna Afrit, sunnudaginn 2. febrúar kl.15.

Málþing | Fullt af litlu fólki

Kynning í formi fyrirlestra og umræðna um þema sýningarinnar, andleg málefni í listum, í tengslum við verk Gerðar Helgadóttur, Hilma af Klint og Rudolf Steiner. Enn fremur verður farið í leiðangur um þemað í samhengi við samtímalist og listsköpun. Viðmælendur: Jón B.K. Ransu (IS), Silvana Gabrielli (IT/CH), og Johannes Nilo (SE/CH),Walter Kugler (CH) og Dawn […]

Heilagur líkami I Gjörningur eftir Martje Brandsma

Spunaverk Martje Brandsma markar upphaf sýningarinnar og vegur salt á milli impúlsa og móttöku, þéttleika og fjarlægðar, hörku og elds. Hún færir sjónarhornið frá því að hreyfast á jörðinni að því að láta hreyfast af sólkerfinu: Teygja, snerting, vakning og grip. Þetta ferli miðar að innri kyrrð gegnum ytri hreyfingu.

Heilagir dansar Gurdjieff I Ókeypis námskeið

Ókeypis tveggja daga námskeið í Heilögum dönsum Gurdjieff með kennaranum og listakonunni Sati Katerinu Fitzovu. Gestir geta valið hvort þeir mæti báða dagana eða annan daginn á námskeiðið. Á laugardeginum er það kl. 10:00- 17:00 með hádegishlé frá 13:00-14:00. Sunnudagurinn er frá kl. 10:00-15:00 með hádegishlé frá 12:00-13:00. Skráning á gerdarsafn@kopavogur.is

Menning á miðvikudögum | Forvarsla listaverka

Nathalie Jacqueminet veitir innsýn í listaverkageymslu Gerðarsafns þar sem hún dregur fram einstaka safnmuni úr safneign og ræðir um forvörslu verka. Eitt megin hlutverk safna felst í að vernda muni í eigu þeirra en safneign Gerðarsafns telur um 4.250 verk.

Listamannaspjall | Þegar allt kemur til alls

Listamennirnir Hildigunnur Birgisdóttir og Þór Sigurþórsson ræða um verk sín á sýningunni Þegar allt kemur til alls, ásamt sýningarstjórunum Brynju Sveinsdóttur og Jónu Hlíf Halldórsdóttur, laugardaginn 22. ágúst kl. 16.00. Þegar allt kemur til alls er samsýning með verkum eftir tólf íslenska samtímalistamenn. Verkin hafa verið sérvalin út frá því hvernig fegurðin í hversdagsleikanum, léttleiki, […]