Cycle | gjörningar og sýningarstjóraspjall

Í tilefni listahátíðarinnar Cycle fer fram gjörningur og sýningarstjóraspjall laugardaginn 27.október í Gerðarsafni. Auk þess mun gjörningar og opnun eiga sér stað í Kópavogslaug, Bókasafni Kópavogs og Midpunkt, Hamraborg 22, sama dag.
Barnamenningarhátíð I Hreyfimyndasmiðja og sýningin Fögnum fjölbreytileikanum

13:00 – 16:00 | Hreyfimyndasmiðja
Leiðsögn sýningarstjóra | Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum

Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum
Útilistaverk I Menning á miðvikudögum

Jón Proppé listfræðingur gengur um nágrenni Menningarhúsanna og dregur fram áhrifin sem framandi menningarheimar höfðu á listsköpun Gerðar Helgadóttur. Gangan hefst í Gerðarsafni.
Líkam-leikur

Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, leiðir smiðjuna þar sem verður lögð áhersla á hreyfingu og möguleika líkamans. Myndir, litir, tilfinningar og hljóð í verkum á sýningunni Líkamleiki verða notuð sem innblástur og verða gerðar tilraunir til að breyta líkamanum í skúlptúr. Smiðjan er ætluð grunnskólakrökkum á öllum aldri og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu. Krökkum og fullorðnum fylgifiskum […]
Fjölskyldustund | Ratleikur

Fjölskyldustund í Menningarhúsunum í Kópavogi 15/6 kl. 13 – 15
Sumarbræðingur I 13. ágúst

Fimmtudaginn 13. ágúst verður síðasti Sumarbræðingur Menningarhúsanna í Gerðarsafni. Safnið verður opið lengur eða til kl. 21:00 samhliða tónleikaröðinni Sumarjazz sem fer fram í Salnum. Veitingastaðurinn Pure Deli er lokaður vegna samkomutakmarkanna, en boðið verður upp á frítt kaffi og vatn. Í Stúdíói Gerðar, fræðslurými Gerðarsafns, verða dregnir fram vatnslitir og safngestum gefið færi á að […]
Fjölskyldustund I Útskrifatarnemar LHÍ með smiðjur og fyrirlestra

ÚTSKRIFTARVIÐBURÐUR LISTKENNSLUDEILDAR LHÍ
Leiðsögn um glugga Gerðar Helgadóttur | Menning á miðvikudögum

Leiðsögn með séra Sigurði Arnarsyni sóknarpresti sem segir frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður veitir innsýn í nýjar framkvæmdir sem áttu sér stað á gluggum á suðurhlið kirkjunnar en hluti glugganna voru teknir niður og sendir til viðgerða til Oidtmann bræðra í Þýskalandi, sem er sama glerverkstæði og Gerður vann með í […]
Menning á miðvikudögum | Hádegisleiðsögn

Klara Þórhallsdóttir verkefnastjóri sýninga leiðir gesti í gegnum sýninguna SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR. Með sýningunni er gerð tilraun til að skoða skúlptúrinn í samtímanum og þróun þrívíðrar myndlistar, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Sýningarröðin, sem fer nú fram í þriðja sinn, er ætlað að heiðra Gerði og framlag hennar til […]
Menning á miðvikudögum | Barbara og barnabækur

Hádegisleiðsögn um verk Barböru Árnason í Gerðarsafni og sýninguna Áhrifavaldar æskunnar – íslenskar barnabækur fyrr og nú á Bókasafni Kópavogs. Sýningarnar eru liður í viðburðaröðinni Barnabókin í 100 ár sem verður á aðalsafni Bókasafns Kópavogs í febrúar. Leiðsögnin hefst á neðri hæð Gerðarsafns þar sem skoðaðar verða teikningar, tréristur og koparstungur Barböru. Valdar barnabækur með bókaskreytingum […]
Gjörningur og spjall | SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR

Sunnudaginn 9. september kl. 15:00-16:00 fer fram listamannaspjall með Styrmi Erni Guðmundssyni. Ásamt því að ræða um verk sín mun hann fremja Líffæraflutning.