Mismunandi sjónarhorn I Menning á miðvikudögum

Jasper Bock, einn af sýningarstjórum Fullt af litlu fólki leiðir gesti um sýninguna, sem stendur nú yfir á Gerðarsafni. Í samtali mun hann hvetja gesti til að fanga mismunandi sjónarhorn sem örvar skynjun gesta og hefur áhrif á upplifun af sýningunni.

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa

Á lokahátíð Skapandi sumarstarfa munu sjö verk verða sýnd á Gerðarsafni. Verkin munu nýta hljómburð safnsins til þess að skapa einstaka stemmingu og mun dagskráin taka um tvo klukkutíma. Frá 17:30 til 19:30 gefst gestum færi á að ferðast um safnið og fylgjast með verkunum bæði á neðri og efri hæð.

Fjölskyldustund | Danssmiðja

Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, leiðir danssmiðju þar sem listakrákan Iða verður höfð til fyrirmyndar. Listakrákan Iða skoðar myndlist út frá hreyfingu í listaverkum en saman munu Saga og þátttakendur kanna þessar aðferðir Iðu. Þá mun Saga kenna leiðir til þess að tjá upplifun í gegnum líkamann og hvernig hreyfing, dans og dansspuni geta orðið […]

Vetrarfrí I Sköpun í Stúdíói Gerðar

Í vetrarfríinu dagana 5. og 6. mars verður boðið upp á skapandi samverustundir í Stúdíói Gerðar. Börn, fjölskyldur og aðrir gestir geta gert listaverk úr spennandi efnivið, leikið með form og liti og gert stóra skúlptúra úr risakubbum safnsins.

Listamannaspjall | Afrit

Listamennirnir Claudia Hausfeld og Pétur Thomsen, ásamt sýningarstjóranum Brynju Sveinsdóttur, leiða gesti um sýninguna Afrit, sunnudaginn 8. mars kl.15.

Sýningarstjóraspjall | Menning á miðvikudögum

Brynja Sveinsdóttir, sýningarstjóri, leiðir gesti um sýninguna Afrit. Á sýningunni Afrit eru verk sjö samtímalistamanna sem ögra hugmyndum okkar um ljósmyndir sem glugga að raunveruleikanum. Sýningin er í senn könnun á óljósu eðli ljósmyndarinnar og leikur með möguleika miðilsins þar sem látið er reyna á þolmörk hans. Sýningin Afrit er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2020.

Fyrirlestur með Didier Semin

Á föstudaginn 4. maí kl. 17:00 mun Didier Semin flytja fyrirlestur sinn: Visual Tricks. Modern Art, Military Camouflage and Animal Mimicry í Gerðarsafni – Listasafni Kópavogs. Eitt sinn var Gertrud Stein á göngu með Picasso í París á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar. Þau rákust þar á herskip í felulitum sem var á leið sinni að framvarðarlínunni. […]