Cycle

Dagskrá Cycle hátíðinnar daganna 24. – 28. október verður með ýmsu móti í ár.

Leiðin að skilningstrénu

Tónheilararnir Kamilla Ingibergsdóttir og Sólbjört Guðmundsdóttir bjóða gesti velkomna á hljóðbað til heiðurs listakonunni Hilmu af Klint. Gestum verður boðið í ferðalag inn á við með aðstoð leiddrar hugleiðslu og 18 alkemíu kristalsskála. Einstakur hljóðheimur skálanna aðstoðar gesti við að tengja bæði inn á við og við listaverkin. Í huga Hilmu af Klint hafði allt anda og  sál – […]

Síðasti sýningardagur Ó, hve hljótt

Síðasti sýningardagur Ó, hve hljótt verður á sunnudaginn 31. mars. Sýningin Ó, hve hljótt samanstendur af völdum kvikmyndum, hljóð- og vídeóverkum eftir bæði íslenska og alþjóðlega samtímalistamenn. Þó að verkin kunni að vera af ólíkum toga, í stíl eða efnistökum, eiga þau það sammerkt að bera með sér yfirvegaða kyrrð og djúpstæða friðsæld, líkt og sýningartitillinn […]

Teikning, hlátur, tónar og tal I Fjölskyldustund

Tónlistar – og myndlistarmaðurinn Bergur Thomas fer í leiðangur með forvitna gesti um sýninguna Útlína og sýnir á leikrænan og húmorískan hátt hvernig form geta orðið að tónum og kennir aðferð þar sem hlátur verður að leið til að hjálpa okkur að skilja myndlist.  Einnig kennir Bergur gestum tungumál listaverka og aðferðir við að svara […]

Ferðasögur Einars Fals ljósmyndara | Menning á miðvikudögum

Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari segir ferðasögur sínar í hádegisspjalli í tengslum við sýninguna Afrit. Einar Falur hefur lengi unnið sem blaðamaður á Morgunblaðinu en einnig sinnt listgrein sinni, ljósmyndun, með margvíslegum hætti. Hann hefur haldið margar sýningar á verkum sínum, hérlendis og erlendis, verið sýningarstjóri að ljósmyndasýningum, ritstýrt eða komið að gerð ljósmyndabóka, sjálfur skrifað bækur, […]

,,Bara drekka te“ I Te athöfn með Dawn Nilo

Just Drink Tea er róttæk tilraun til þess að fanga augnablikin, eins konar athöfn helguð skynreynslu mannfólksins. Titilinn má þýða sem „drekkið bara te“ og verkið reynir að hefja upp orðið „bara“ og láta það vísa í margbreytileika þess sem „eitthvað æðra“ en finna má í einfaldleika tilverunnar. Gestir bjóða hver öðrum te og taka […]

Endur hugsa um galdra

Næstkomandi miðvikudagkvöld verður listhópurinn Endur hugsa með dagskrá þar sem leiðarstefið verður galdrar – í hversdagslífinu, í söguhefð, í sagnahefð – og önnur óútskýranleg, dularfull og undraverð fyrirbæri eins og nánd við náttúru, aðrar lífverur og hluti.