Fjölskyldustund | Vídeósmiðja

Listakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir kennir grunnþætti vídeógerðar í tengslum við sýninguna Ó, hve hljótt. Í upphafi smiðjunnar eru nokkur vel valin vídeóverk skoðuð og út frá þeim verða unnin vídeóverkefni sem allir geta spreytt sig á. Einnig verður notast við texta og teikningar og skemmtileg atburðarrás mun eiga sér stað!

Opnun útskriftarsýningar

Laugardaginn 28. apríl verður opnuð útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands í Gerðarsafni, Kópavogi. Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á meistarastigi þar sem hönnuðir og myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að þróa og styrkja rannsóknir sínar á viðkomandi fagsviðum. Áhersla er lögð á skapandi og greinandi hugsun sem nýtist […]

Listin að leika sér I Ókeypis námskeið

Á námskeiðinu verður kennd tækni sem Dawn Nilo hefur sjálf þróað til að rannsaka sambandið milli greindar eða fáránleika hins barnslega annars vegar og ímyndunarafls og sköpunar hins vegar. Þátttakendur læra að nota meðvitundaræfingar og aðferðir fengnar úr leikhúsi, gjörningalist, dansi og kennslufræði til að kanna “dýpið” eða djúpstæða reynslu. Reynslu úr dýpi er hægt […]

Fjölskyldustund | Leirum okkur sjálf

Smiðjan er unnin út frá sýningunni Líkamleiki, sem fjallar um líkamann og líkamleika í samtímalist. Í smiðjunni munum við gera tilraunir með að leira okkur sjálf og sækjum innblástur í verk á sýningunni. Við prófum að leira með lokuð augun líkt og Haraldur Jónsson gerir í verkinu Blindnur og skoðum hvað gerist þegar maður nuddar leir eins og í vídeóverkinu Heilnudd […]

Vatnsdropinn | Sagan um síðasta drekann í heiminum

Múmínstund í Gerðarsafni í tengslum við sýninguna „Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli“ en sýningin byggir á sagnaheimi Tove Jansson auk verka H. C. Andersen og Astrid Lindgren.

Listamannaspjall | Líkamleiki

Sunnudaginn 21. janúar kl. 16 fer fram listamannaspjall með Báru Kristinsdóttur, Claire Paugam, Evu Ísleifsdóttur og Katrínu Elvarsdóttur. Sýningin Líkamleiki var opnuð föstudaginn 19. janúar sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2018. Sýningin er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir listamenn sem eiga það sammerkt að vísa […]

Hringflauta | Tónleikar

Verið velkomin á síðdegistónleika í Gerðarsafni næstkomandi föstudag. Leikið verður á hringflautu, hugarfóstur hönnuðanna Brynjars Sigurðarsonar og Veroniku Sedlmair. Verk Brynjars og Veroniku er hluti af yfirstandandi sýningu í Gerðarsafni Einungis allir, sem er hluti listahátíðarinnar Cycle. Hringflautan samanstendur af fjórum þverflautum sem sveigðar eru að lögun og mynda samsettan hring en innan hans er pláss fyrir áheyranda. Til […]

Opnun | Líkamleiki

Sýningin Líkamleiki er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. Á sýningunni eru verk átján samtímalistamanna sem vísa í líkamann og líkamleika á ýmsa vegu.