Hvað er Carbfix?

Hvað er? er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli. Hér verður fyrirbærið Carbfix skoðað út frá ýmsum sjónarhornum ásamt sérfræðingi frá carbfix sem ætlar að svara því hvað þetta margumrædda fyrir bæri er eiginlega? Fyrirlesturinn […]
Kjaftagelgjur og lífljómun

Að þessu sinni fjallar Vísindaskólinn um kjaftagelgjur og lífljómun, ófrýnilegar en heillandi skepnur! En þær tilheyra samnefndum ættbálki djúpsjávarfiska sem hafa aðlagast eilífðarmyrkri hafdjúpanna á einstakan máta. Ekki aðeins með aðlagaðri sjón, heldur eiga þær sameiginlegt að bera eins konar veiðistöng með ljósi á endanum sem gerir þeim hægara um vik við fæðuöflun. En hvaðan […]
Leslyndi með Jóni Kalman Stefánssyni

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í aprílbyrjun og fjallar um nokkrar bækur sem hafa skilið eftir spor. Aðgangur er ókeypis og […]
Sjávarföll | höfundaheimsókn

Hvaða áhrif hefur það þegar afar sjaldgæf en arfgeng heilablæðing leggst á eina fjölskyldu? Hvernig er tilfinningin þegar skuggi fjölskyldusjúkdómsins hangir yfir og aldrei er vitað hvern hann mun leggjast á? Arfgeng heilablæðing er séríslenskur erfðasjúkdómur, sem erfist ókynbundið ríkjandi. Talið er að um helmingslíkur séu á að barn sem fæðist inn í fjölskyldu þar […]
Ef ég væri grágæs | leiksýning

Ef ég væri grágæs – Við fögnum sumrinu með leiksýningu í barnadeild. Grjótgerður var afar merkileg lítil vera, grá á litin, alveg eins og steinn. Hún bjó efst uppi á fjalli þaðan sem hún horfði yfir litríka veröldina. En hún var leið og þung á brá, því hún var bara grá, og henni var farið […]
Kort og kórónur í vetrarfríinu

Komdu og föndraðu kórónur og kort eða jafnvel bókamerki, og skreyttu með úrklippum úr gömlum bókum. Myndakassi verður á staðnum og hægt að taka af sér skemmtilegar myndir. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir Smiðjan verður haldin í Tilraunastofunni á fyrstu hæð safnsins.
Y gallery á Safnanótt

Opið verður til klukkan 21 í Y galleríy á Safnanótt en þar stendur nú yfir sýning Arnfinns Amazeen, Nokkurskonar samheiti. Titillinn á sýningunni, Nokkurskonar samheiti, er fenginn að láni frá íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar, þar sem að setningin nokkurs konar samheiti fengin með vélrænum hætti er notuð til að skýra skyldleika orðanna sem birtast í teikningunum. […]
Sundlaugafjör í Salalaug

Í tilefni af Vetrarhátíð verður boðið upp á sundlaugafjör í Salalaug, laugardaginn 8. febrúar frá klukkan 13:30 – 15:30. DJ Sunna Ben, einn þekktasti plötusnúður landsins, þeytir skífum og trúðavinkonurnar Silly Suzy og Salamala lífga upp á daginn með busli, trúðalátum og samhæfðum sundtökum. Ókeypis verður í sund á þessum tíma og Emmess býður upp […]
Rósa og Rauða serían

Komdu að eiga rómantíska hádegisstund á Bókasafni Kópavogs á Valentínusardaginn. Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir er goðsögn, en hún gaf út Rauðu seríuna í 38 ár og urðu titlarnir um 2.300 talsins. Rósa verður gestur á Bókasafni Kópavogs á Valentínusardaginn, les upp úr bókunum og spjallar um tilurð bókanna. Frítt inn og öll velkomin.
Marokkósk matar- og menningarhátíð

Félag kvenna frá Marokkó heldur marokkóska matar- og menningarhátíð á Bókasafni Kópavogs. Boðið verður upp á henna tattoo, kennslu í arabísku letri, marokkóskar kökur og te, tónlist og sögustund á arabísku, öll velkomin. يسرّنا دعوتكم للاحتفال بعيد الفطر المبارك احتفالًا بهذه المناسبة السعيدة، تدعوكم جمعية النساء المغربيات في آيسلندا لحضور مهرجان الثقافات المغربية في مكتبة […]
Aðstoð við skattframtal

Margrét V Friðþjófsdóttir, viðurkenndur bókari og Soumia L. Georgsdóttir, viðskiptafræðingur bjóða upp á aðstoð við að gera skattframtal fyrir einstaklinga, fimmtudaginn 6. mars frá 17:00-20:00 á Bókasafni Kópavogs. Aðstoðin er fólki að kostnaðarlausu. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið eyrun.osk@kopavogur.is, öll velkomin. Aðstoðin fer fram í Tilraunastofu á fyrstu hæð. […]
Ljóðastund með Arnari Jónssyni í Hljóðbókasafninu

Arnar Jónsson leikari og ljóðaunnandi býður upp á lifandi ljóðastund á Hljóðbókasafni Íslands á Safnanótt. Þar flytur hann ljóð úr ólíkum áttum, íslensk og útlend, þekkt og utan alfaraleiðar, glaðleg ljóð, harmþrungin, kraftmikil og kyrrlát; ólík að eðli og inntaki en eiga það sammerkt að hafa snert við honum og verið honum hugleikin. Arnar hefur […]