Kvöldstund með Evu Rún og Höllu Þórlaugu

Eva Rún Snorradóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir eru rithöfundar, listakonur og listrænir stjórnendur bókmenntahátíðarinnar Queer Situations sem fram fór í fyrsta sinn sumarið 2024 í Salnum í Kópavogi og vakti mikla athygli. Queer Situations er helguð hinsegin bókmenntum í víðu samhengi,  bókum höfunda sem skilgreina sig sem hinsegin en einnig bókmenntum sem falla út fyrir […]

DJ Ívar Pétur á Krónikunni á Safnanótt

Það verður opið á Krónikunni í Gerðarsafni á Safnanótt fram eftir kvöldi þar sem hægt verður að fá sér ljúffengar veitingar og drykki. Frá 18:00 til 21:00 mun DJ Ívar Pétur úr FM Belfast spila lög frá flestum heimshornum í huggulegri og létt-dillandi stemmningu. Fjölbreytt dagskrá verður í boði á Safnanótt í Gerðarsafni. Klukkan 19 […]

Tom Waits – Heiðurstónleikar

Valdimar Guðmundsson, Björn Jörundur, Hildur Vala og Andrea Gylfadóttir flytja ódauðleg lög kappans. Tónlist og textar Tom Waits hafa orðið mörgum innblástur og hann á gríðarlega traustan hóp fylgismanna sem hafa staðið með honum í gegnum þykkt og þunnt. Tónlistin er blús-, djass- og þjóðlagaskotin og hann hefur verið óhræddur við tilraunir á löngum tónlistarferli. […]

Ó-ljós | Ljóslistaverk fyrir Kópavogskirkju | Safnanótt

Ó-ljós er nýtt verk eftir Styrmi Örn Guðmundsson sem sýnt verður á Safnanótt í Kópavogi 2025. Í verkinu gerir listamaðurinn tilraunir með teikningu og fleiri miðla svo til verða hreyfanleg vídeómálverk. Gömul og ný tákn gegna hlutverki og huglægar skírskotanir í trú, trúleysi og manngildi koma við sögu. Verkinu verður varpað á Kópavogskirkju föstudaginn 7. […]

TE DESEO EL BIEN / I WISH YOU WELL / ÉG VIL ÞÉR VEL

(Scroll down for Spanish and English) Velkomin í fjöltyngda smiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum mexíkóskar smámyndir, milagros! Í smiðjunni verður gestum boðið að taka þátt í gerð sameiginlegs skúlptúrs þar sem hugmyndir um vellíðan, þakklæti og kærleika ráða ríkjum. Þátttakendur fá allt sem þarf til að búa til sinn eiginn milagro, lítinn táknrænan […]

Birgittuþing

Birgittuþing – málstofa um rithöfundinn Birgittu H. Halldórsdóttur og verk hennar. Öll velkomin, skráning á eyrun.osk@kopavogur.is Þegar talað er og skrifað um uppgang íslensku glæpasögunnar er iðulega miðað við árið 1997 – árið sem þau Arnaldur Indriðason og Stella Blómkvist gáfu út sínar fyrstu bækur. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, enda höfðu þá […]

Fever!

Jazzkonur flytja lög Peggy Lee, Julie London, Judy Garland, Rosemary Clooney og Anita O’Day

Tveir flyglar á hádegistónleikum

Píanóleikararnir Peter Máté og Zeynep Üçbaşaran bjóða upp á óformlega hádegistónleika í Salnum, fimmtudaginn 23. janúar kl. 12:15. Efnisskráin er fjölbreytt og forvitnileg en hún er hluti af tónleikadagskránni All Roads Lead To Paris: Music for Two Pianos“ sem píanóleikararnir tveir munu bjóða upp á á tónleikum í Modena á Ítalíu og í Istanbul og […]

Skynjunarleikur | Foreldramorgunn

Bókasafn Kópavogs í samstarfi við Plánetu bjóða börnum og foreldrum að koma og fræðast um og upplifa heim skynjunarleiks! Börnin geta tekið þátt í örvandi og skemmtilegri virkni með alls kyns áferðum, lyktum og litríkum efnivið sem er sérvalinn til að kveikja forvitni og efla sköpun. Á meðan geta foreldrarnir sótt sér fróðleik um gagnsemi skynjunarleiks […]

Sögu- og söngvastund | Foreldramorgunn

Sögu- og söngvastund á foreldramorgni með Eyrúnu og Axel Eyrún Ósk Jónsdóttir leikari og rithöfundur mun lesa stutta sögu fyrir börnin, þar sem hún leggur áherslu á skynjun og hvernig hægt er að vekja áhuga ungra barna á sögum og bókum.  Og Axel Ingi Árnason tónlistarmaður og forstöðumaður Salarins mun syngja nokkur lög fyrir krakkana […]

Hádegisjazz FÍH

Annað árið í röð bjóða framhaldsnemendur af söngdeild Tónlistarskóla FÍH til ljúfra hádegistónleika á Bókasafni Kópavogs. Tónleikarnir fara fram síðasta fimmtudag hvers mánaðar en þar stíga tónlistarstjörnur framtíðarinnar á stokk með spennandi blöndu af gömlu og nýju, lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru […]

Einar Falur | Menning á miðvikudögum

Einar Falur ljósmyndari verður með leiðsögn um sýninguna Störu í Gerðarsafni miðvikudaginn 29. janúar kl. 12.15. Aðgangur er ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin. Yfirfull af lífi feta verkin sig í kring um sjálf listafólksins á sýningunni sem er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025.Manneskjurnar í sýningunni standa berskjaldaðar frammi fyrir áhorfendum. Fólkið býður okkur að […]