Leiðsögn sýningarstjóra | Hamskipti

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn með Cecilie Gaihede sýningarstjóra um sýninguna Hamskipti. Leiðsögnin hefst kl. 17:00 í Gerðarsafni, fimmutdaginn 29. ágúst. Öll eru hjartanlega velkomin! Þennan dag er Fimmtudagurinn langi og því verður opið til 21:00 í Gerðarsafni. Sýningin Hamskipti varpar ljósi á einstaka arfleifð Gerðar Helgadóttur í íslenskri myndlist sem ber vitni um djúpa […]

Óstöðugt land | Gunndís Ýr Finnbogadóttir og Þorgerður Ólafsdóttir

Óstöðugt land er sýningarverkefni og listrannsókn Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og Þorgerðar Ólafsdóttur sem byggir á viðtölum við einstaklinga sem hafa ferðast til Surtseyjar. Sýning þeirra, sem ber sama titil, opnar í Vestursal Gerðarsafns þann 30. október 2024.  Sýningin Óstöðugt land byggir á samstarfi Gunndísar og Þorgerðar en þær hafa tekið viðtöl við einstaklinga sem ferðuðust […]

Úkraínsk útsaumssmiðja

Fjölskyldustund – listasmiðja Útsaumur og klippimyndir Úkraínska listakonan Viktoriia Leliuk heldur listasmiðju fyrir börn og fjölskyldur á Bókasafni Kópavogs. Frítt inn. Leiðbeiningar fara fram á íslensku, ensku og úkraínsku. Öll velkomin.     Komdu og saumaðu út í taupoka eða búðu til listaverk úr úrklippum. Smiðjan er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er […]

Leiðsögn listamanna | Jóhanna Ásgeirsdóttir og Ásgerður Heimisdóttir

Verið velkomin á leiðsögn þeirra Jóhönnu og Ásgerðar um sýninguna Af ýmsum gerðum í Gerðarsafni sunnudaginn 1. september kl. 15:00. Af ýmsum gerðum er rannsóknarvinna tveggja kvenna á eigin sköpunarferli og stöðu í samfélaginu sem skapandi konur í samanburði við formæður. Sýningin er óður til Gerðar Helgadóttur, brautryðjenda og kvennskörungs, nafn hverrar Gerðarsafn ber. Jóhanna […]

Gjörningakvöld

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á stórkostlega kvöldstund fulla af gjörningum í Gerðarsafni, þar sem fjölbreyttur hópur hæfileikaríkra listamanna kemur saman til að fagna listinni á fjölbreyttan hátt! Listamenn sem koma fram eru Hildur Elísa Jónsdóttir, Project HOFIE (Linde Rongen og Júlía Kolbrún Sigurðardóttir), Karólína Rós Ólafsdóttir og Dýrfinna Benita Basalan. Þessi einstaki viðburður fer […]

Melodic Embrace | Emil Gunnarsson

Melodic Embrace er gagnvirkur tónskúlptúr sem skapaður er úr stálpípum og við.Skúlptúrinn býður gestum að hjúfra sig í hljóðrænum faðmi, leika sér, finna ró og spila tóna sem skapa eins konar hljómhvelfingu. Sefandi samhljómur pípanna skapar ákafa samræðu við hljóðmyndir umhverfisins, fuglasöng og barnahlátur, og örvar hugleiðingar um hljóðrænan griðastað. Melodic Embrace endurómar tónlistaruppeldi Emils […]

Af ýmsum gerðum | Jóhanna Ásgeirsdóttir og Ásgerður Heimisdóttir

Af ýmsum gerðum er rannsóknarvinna tveggja kvenna á eigin sköpunarferli og stöðu í samfélaginu sem skapandi konur í samanburði við formæður. Sýningin er óður til Gerðar Helgadóttur, brautryðjenda og kvennskörungs, nafn hverrar Gerðarsafn ber. Við notum verkin hennar sem skapalón eða stillansa. Við fyllum upp í neikvæða rýmið í fíngerðu málmskúlptúrum hennar með okkar eigið […]

Together | Fjöltyngd smiðja | arabísk leturtákn

Velkomin í fjöltyngda listsmiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum arabísk leturtákn! Laugardaginn 31. ágúst frá kl. 13-15 b‎‎ýður Hamraborg Festival upp á fjöltyngda fjölskyldusmiðju þar arabísk leturtákn verða innblástur fyrir listræna sköpun undir leiðsögn Líbönsku listakonunnar Yöru Zein með aðstoð Ingunnar Fjólu Ing‏þórsdóttur. Tungumál smiðjunnar eru íslenska, enska og arabíska. Í smiðjunni fá þátttakendur […]

Söngvaskáld | Bríet

Bríet er margverðlaunuð tónlistarkona best þekkt fyrir lögin sín Esjan, Feimin(n) og Rólegur kúreki. Hún er fjölhæfur hljóðfæraleikari sem skrifar og flytur sín eigin lög, en hún hefur einnig unnið með mörgum tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Fyrsta breiðskífa Bríetar Kveðja, Bríet var valin Plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021. Sama ár vann hún einnig í […]

Söngvaskáld | Emmsjé Gauti

Emmsjé Gauti er sviðsnafn rapparans Gauta Þeys Mássonar. Hann gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2011. Átta plötum seinna er Gauti orðið nafn sem flestir ættu að kannast við. Hvort sem þú fílar rapplögin, ballöðurnar eða bæði, þá finnur þú eitthvað fyrir alla á tónleikum með Gauta.Gauti er þekktur fyrir metnaðarfulla sviðsframkomu og leggur sig […]

Söngvaskáld | gugusar

gugusar pródúserar og semur öll sín lög ein síns liðs. Hún gaf út sína fyrstu breiðskífu Listen To This Twice þegar hún var einungis 15 ára gömul. Önnur breiðskífa gugusar kom út árið 2021. Báðar breiðskífur voru tilnefndar í flokknum Plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. gugusar vann einnig í flokknum Flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum […]

Söngvaskáld | JFDR

JFDR er sólóverkefni Jófríðar Ákadóttur. Hún hóf feril sinn sem meðlimur í hljómsveitunum Pascal Pinon og Samaris en starfar nú sem sólólistamaður, kvikmyndatónskáld og hefur auk þess unnið og komið fram með fjölmörgum tónlistarmönnum eins og t.d. Ólafi Arnalds og Damien Rice. Síðasta plata hennar kom út í fyrra og ber heitið Museum en hún […]